Lesið þessa frétt bankamenn.

Mikið væri nú indælt ef fjármálastofnanir tækju sér þessa vasaþjófa til fyrirmyndar og laumuðu einhverju af ofteknum gengismun og ofurvöxtum til baka.
mbl.is Vasaþjófar lauma seðlum á fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríki norðursins

Ef ég skil norskuna rétt virðist hugmyndin ganga út á svipað stjórnskipulag og USA, þe., tvö sjálfstæð ríki um innri málefni, en samstæð út á við. Með sameiginlegan þjóðhöfðingja (Kóng eða forseta, persl. finnst mér flottara að hafa kóng/drottningu) yfirstjórn og æðsta dómstól. Einnig væru sameiginlegar stofnanir um þau málefni sem vörðuðu bæði ríkin, td. varnir, landamæragæslu og td. afbrot er næðu til beggja landa. Ekki sé ég fyrir mér að þetta geti gengið upp með annan aðilann svo miklu sterkari en hinn. Hugmyndin er hinsvegar góðra gjalda verð. 
mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðindi hjá krimmum

Kreppan hefur að sjálfssögðu slæm áhrif á krimmana, sem flestir eru einnig fíklar að einhverjum efnum, og þurfa að fjármagna fíkn sína. Fyrir kreppu komust margir þeirra í íhlaupavinnu og gátu fjármagnað sig þannig, en nú er sá möguleiki úr sögunni. Lögregla reynir að sjálfssögðu sitt besta, en það er ekki nóg að upplýsa mál og dæma menn, ef ekki er pláss til afplánunar nema afbrotið sé því alvarlega. Þeim virðist því fjölga dæmdum mönnum á götunum sem fá ekki "inni" í fangelsi, þurfa fé til vímuefnakaupa og hafa ekki aðrar "fjáröflunarleiðir" en afbrot. Einhvernveginn verður að lagfæra ástand fangelsismála og auka meðferðarstarfið þar inni, því það er mun ódýrara til langframa heldur en að hafa þessa ræfla í umferð, endalaust brjótandi af sér, en þetta er flestallt ágætisfólk sem þarf aðstoð við að losna við fíknidrauginn sem sviptir það vitinu þegar hann sækir að.
mbl.is Þjófnuðum fjölgar um 36%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldaflótti að bresta á!!

Hræddur er ég um að þetta sé bara smjörþefurinn af því sem koma skal ef ekki á að koma til móts við  skuldugan og í alltof mörgum tilvikum skuldugan almenning. Þau úrræði sem hefur verið boðið uppá hingað til , þ.e., frysting og lenging lána, líkist einna helst því að pissa í skóinn, hlýjar augnablik en veldur síðan enn verra ástandi. Það verður að koma betur á móts við fólk ef ekki á að missa þá úr landi sem sjá betri lífsgrundvöll erlendis, fólk sem sér fram á að vera að missa allt sitt hér og sitja samt áfram í skuldafjötrum. Það er enda engin hemja að lánardrottnar taki ekkert af 100% hækkun gengistryggðra lána á sig, heldur ætli lántaka að taka hana á sig alla en sitja sjálfir tjónlausir eftir. Lánastofnanir verja sig reyndar með því að segjast hafa varað lántakendur við gengisáhættu, en gleyma að nefna að í flestum tilvikum hvöttu þær sjálfar til slíkrar lántöku, því krónan væri "traust" og vextir miklu lægri. Ég tel það það sanngirniskröfu að lánastofnanir taki á sig amk. 50% af gengisáhættunni sem þær voru vel meðvitaðar um, og hvet hið háa Alþingi til að setja lög er tryggi það, bæði á þau lán sem fyrir eru og eins ef svo ólíklega vill til að almenningi bjóðist aftur að taka gengistryggð lán í vonandi væntanlegu betra tíðarfari.

Loks verður að fara að lækka vexti svo fólk og fyrirtæki geti staðið undir afborgunum, og einhverjir aðilar treysti sér í fjárfrekar atvinnuskapandi framkvæmdir að nýju. 


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengishrunið er lagt á almenning.

Það er eðlilegt að fólk sé ósátt við lánastofnanir og tregt til greiðslna. Það er enda engin hemja að lánardrottnar taki ekkert af 100% hækkun gengistryggðra lána á sig, heldur ætli lántaka að taka hana á sig alla en sitja sjálfir tjónlausir eftir. Lánastofnanir verja sig reyndar með því að segjast hafa varað lántakendur við gengisáhættu, en gleyma að nefna að í flestum tilvikum hvöttu þær sjálfar til slíkrar lántöku, því krónan væri "traust" og vextir miklu lægri. Ég tel það það sanngirniskröfu að lánastofnanir taki á sig amk. 50% af gengisáhættunni sem þær voru vel meðvitaðar um, og hvet hið háa Alþingi til að setja lög er tryggi það, bæði á þau lán sem fyrir eru og eins ef svo ólíklega vill til að almenningi bjóðist aftur að taka gengistryggð lán í vonandi væntanlegu betra tíðarfari. 
mbl.is Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var henni kennt gamla testamenntið?

Í gamla testamenntinu er þetta einfalt, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn og líf fyrir líf (viðb.skrifara). Gott að sjá að ekki þarf að kenna embættismönnum í Texas Biblíuna, allavega ekki gamla testamenntið.
mbl.is Dómari sakaður um að hafa hunsað áfrýjunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrvalslögregla

Þetta sýnir okkur enn og einu sinni hverslags einvala lið við höfum í lögreglunni. Þrátt fyrir niðurskurð á öllum sviðum og aukið vinnuálag standa þeir sína vakt og standa hana vel. Ég vona innilega að niðurskurður verði ekki slíkur að við hættum að sjá fréttir af þessu tagi, vegna manneklu og fjárskorts lögreglu.
mbl.is Þjófahringur upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kristin Sharialög"

Stefnir í það hjá þeim helmingi Bandaríkjamanna sem virðast þjást af ofsatrú að eingöngu verði farið að kenna biblíuna, svipað og ofsatrúaðir múslimar kenna eingöngu kóraninn. Löggjöf verði byggð á gamla testamenntinu og refsingar í samræmi við það, sem eru í raun þær sömu og skv. Sharia. Væri með því farið aftur í ástandið eins og það var verst fyrr á tíð þegar alræði kirkjunnar var nær algjört. "Guð" forði því að þessi þróun haldi áfram, ofstæki er alltaf slæmt sama hvernig það birtist. Maður sem sem hefur fundið "sannleikann" er hættulegur maður því hann er ófær um að skilja skoðanir og trú annarra.
mbl.is Skylt að kenna biblíufræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glópagull!!

Þetta eru mjög skiljanleg viðbrögð hjá stofnunum sem eru reknar til þess að græða fé. Þær virðast hafa haldið að þær væru komnar í ótæmandi gullnámu hjá íslensku bönkunum, en komust svo að því að þetta var bara þunn gullhimna yfir glópagulli. Verst er að íslensku bankastjórarnir virðast hafa verið haldnir sömu blekkingu. Allraverst er að blekkingaleikurinn, hvort sem hann var viljandi eða ekki, bitnar svo á íslenskum almenningi.
mbl.is Djúpt vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bartholomeusarmessa"

Í framhaldi af bloggi mínu um kónginn sem fékk París fyrir messu, var því skotið að mér að hinn sami kóngur hefði síðar staðið fyrir útrýmingarherferð á hendur fyrrum trúbræðrum, þannig að þeir voru strádrepnir og byrjað á nefndri messu, og þeir sem ekki forðuðu sér úr landi eða keyptu sér líf með messu voru drepnir hvar sem til þeirra náðist. Var Frakkland "alkaþólskt" eftir það. Set þetta meira fram til fróðleiks en að ég búist við einhverju svipuðu hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband