"París er einnar messu virði"

Svo mælti ágætur frakkakóngur á þeim tíma er mótmælendur og kaþólskir stríddu sem harðast, en kóngur þessi hafði verið mótmælandi (huguenotti) er honum var boðin krúnan, en þó með því skilyrði að hann gerðist kaþólskur. Sýnist mér VG vera á svipuðum slóðum til að halda völdum, þ.e., gera "smávægilegar" breytingar á stefnu sinni til að halda völdum.
mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðernissinnaðir jafnaðarmenn til valda.

Ef ég man söguna rétt þá fylgdi geysileg kreppa Versalasamningunum í Þýskalandi, með óðaverðbólgu sem á sér ekki líka fyrr en í Zimbabwe síðustu árin. Endaði ástandi með því að til valda komst National Socialist flokkurinn, sem í sjálfu sér hafði stefnu sem höfðaði til almennings þ.e., forsjárhyggju á öllum sviðum og áhersla á ágæti þeirra landsmanna sem töldust "Þýskir". Kynþáttahyggja flokksins var þó hræðileg og hafði enda hryllilegar afleiðingar. Ég hef engar áhyggjur af því að afleiðingarnar hér á landi verði slíkar varðandi "razisma", en við erum með flokk sem kennir sig við socialisma og er ansi þjóðernissinnaður, og er nú á valdastóli, sem aðhyllist forsjárhyggju í slíkum mæli að ég hef áhyggjur af, og er á móti sambandi við Evrópu. Ég leyfi mér að vona að Icesave samningur með fyrirvörum verði þannig að "Versalaástand" verði ekki hér á landi.
mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins góðar fréttir

Þetta eru góðar fréttir ekki bara fyrir Húnvetninga, sem eru eitt af þeim svæðum sem hefur átt undir högg að sækja. Heldur einnig fyrir landið allt, og vekur vonir um að hægt sé að koma hlutunum á stað aftur á fleiri svæðum sem hafa verið í vörn, eins og td., V-Skaftafellssýsla þar sem nánast ekkert nema ferðaþjónusta og landbúnaður hefur verið undirstaða atvinnu, og þó það sé í sjálfu sér gott veitir ferðaþj. ekki atvinnu nema hálft árið. Sama á einnig við um Dalina og fleiri svæði. Þetta eru því gleðifréttir frá Blönduósi.
mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og haldinn ef einhverjir félagar verða eftir!!

Miðað við þróunina hjá flokknum undanfarið virðast þeir ætla að sundra sjálfum sér á ljóshraða, miðað við fyrri "umbótaflokka" td. Borgaraflokkinn og nú síðast Frjálslynda. En vísu verður náttúrulega alltaf eftir stjórnin og 3 þingmenn þannig að það verður fundarfært, og munu segja að fámennt sé en "góðmennt"!!! 
mbl.is Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsunarleysi eða skynsemisskortur

Ég tel að annaðhvort af ofangreindu hafi Margrét sýnt með tölvupósti sínum. Ég efast ekki um að hún hafi gert þetta af góðum hug, en um viðkvæm persónuleg málefni af þessu tagi tjáir maður sig ekki nema undir 4 augu eða gegnum lokaða símalínu, en helst fyrst við viðkomandi sjálfan eða einhvern sem þekkir vel til hans. Tölvupóst sem eðli sínu skv., margir hafa aðgang að, og hægt er að gera mistök með eins og hér gerðist, notar maður ekki ef aðrir en móttakandi eiga ekki að komast í innihaldið.  
mbl.is Reynt að ná sátt hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldavíg, frh

Þráinn (pottur) er spældur og vill ekki vera með pönnunum, hann er greinilega meira fyrir soðninguna. En grínlaust þá er grátlegt að fylgjast með þessu, að fólk sem kosið er sem fulltrúar okkar á Alþingi, hafi ekki sjálfsstjórn og skynsemi til að halda saman, þrátt fyrir skoðanaágreining í einstaka málum. Heldur hagi sér eins og krakkar í sandkassa. Sérstaklega er þetta leiðinlegt af því að um er að ræða nýtt stjórnmálaafl, og einsdæmi að nýr flokkur liðist í sundur nokkrum mánuðum eftir að hafa hlotið góða kosningu. Ljóst er að kjósendur verða mjög tortryggnir á ný framboð í framtíðinni, sérstaklega ef ef þau hafa lausn á öllum vandamálum og ætla að "skera á kýlum gamla kerfisins". Sp. hvað gerist í frh. halda hin þrjú sínu striki, og verður Þráinn sjálfstæður, eða gengur hann í annan flokk? 
mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búáhaldavíg!!

Það virðist orðið ljóst að stjórnmálaflokkur getur ekki byggt á svo ólíkum áhöldum og búsáhöldum. Enda staðreynd að smekkur manna í matargerð er misjafn, sumir vilja sjóða í potti, meðan aðrir fúlsa við öllu nema steiktu á pönnu. Þetta er leið niðurstaða því flokkurinn kom með fersk sjónarmið inn í Íslenska pólitík bæði steikt og soðin. Hann virðist hinsvegar á góðri leið með að setja íslandsmet í skemmstum líftíma nýrra flokka. Loks vil ég nefna að síðast þegar þingmaður missti "óvart" út vafasaman tölvupóst til fleiri en hann ætlaði, þá sagði hann af sér í framhaldinu. 
mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður maður á réttum stað

Hér var vel valið í forstjórastólinn og ópólitískt. Hörður er bráðgáfaður, góður stjórnandi sem kann að nýta starfsorku og hæfni undirmanna sinna á jákvæðan hátt. Efast ekki um að hann mun leiða Landsvirkjun á jafn jákvæðan og framsækinn hátt og hann gerði með Marel sem varð að stórfyrirtæki undir hans stjórn og stendur styrkum fótum, en ekki brauð, eins og mörg önnur útrásarfyrirtæki.
mbl.is Hörður stýrir Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysis-landflótta-og gjaldþrotahvetjandi

Ég er ekki hagfræðingur en mér sýnist að fyrir utan þau meintu jákvæðu áhrif sem þetta himinháa vaxtastig á að hafa, hvetji það til atvinnuleysis sem verður þegar fyrirtækin sem ekki standa undir vaxtagreiðslum fara á hausinn. Ný fyrirtæki verða ekki til því áhugasamir aðilar með góðar rekstrarhugmyndir hafa ekki efni á lánum með núverandi vöxtum. Það verður því ekki mikill hagvöxtur ef allur atvinnurekstur lognast smám saman útaf. Síðast en ekki síst stendur fólkið í landinu ekki undir þessu vaxtastigi og viðbúið að þeir sem það geta leiti nýrra tækifæra erlendis, og skilji skuldirnar eftir. En rétt er að nefna að millilandainnheimta er þung í vöfum og ekki margir kröfuhafar sem fara í hana nema eitthvað sérstakt beri til, og í mörgum löndum er bannað að gera einstaklinga gjaldþrota. Loks kemur unga menntaða fólkið ekki heim að loknu námi ef það sér enga framtíð hér.
mbl.is Gengi krónunnar skýrir vaxtaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan virðist vera að breytast.

Miðað við leiðara Fin. Times sem Mbl flutti okkur fréttir af virðist viðhorf manna eitthvað vera að breytast. Allavega er ljóst um mjög virt blað er að ræða sem stj.m.menn lesa og taka mark á. Ég tel sjálfsagt að reyna að taka upp nýjar viðræður um Icesave, því nú er mesti vígamóðurinn, sem á stj.m.menn rann fyrst eftir bankahrunið, afrunnin að mestu. Líklega er hægt að tala við Brezka og hollenska ráðamenn af skynsemi í dag, og fá þá til að skilja okkar stöðu og takmörkuðu greiðslugetu, og semja í samræmi við okkar raunverulegu getu.
mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband