Ólíkindi

Það er vitað að svefngenglar geta gert ýmislegt ótrúlegt, en þetta finnst mér einum of og minnir mig á fréttina af pólsku stúlkuna hverrar móðir ætlar að lögsækja hótelið í Egyptalandi þar sem þær dvöldu því stúlkan hefði orðið ólétt í sundlaug hótelsins.
mbl.is Ók landshluta á milli í svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbrotahvetjandi sparnaður!!

Það liggur fyrir skv. tölum frá ríkislgrstjóra að eftir að kreppan hófst hefur afbrotum stórfjölgað, enda væntanlega jafnhart í ári hjá afbrotamönnum eins og öðrum. Fjölgun afbrota hefur eðlilega stórtjón í för með sér fyrir bæði einstaklinga og samfélagið, bæði eigna- og andlega, og aukna vinnu fyrir lögreglu. Fylgi þessu aukna álagi fækkun starfa og niðurskurður í vinnuframlagi þýðir það að ekki er hægt að sinna hverju máli eins fljótt og vel og æskilegt væri og brotamenn komast upp með "starfa" sinn lengur en ella. Það hlýtur að vera hægt að finna aðrar leiðir til sparnaðar en hjá lögreglunni, enda virðist hann fyrst og fremst bitna á almenningi. einnig að finna lausn á fangelsismálum svo hægt sé að stinga afbrotamönnum inn, því annars er hætta á að þeir haldi bara áfram í biðtímanum eftir "plássi".
mbl.is Bágborin staða lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan komin

Ég held að það verði að taka á þessu af skynsemi og horfa á þetta sem venjulega flensu sem byrjar óvenju snemma. Hún virðist enda ekki hafa lagst þyngra á fólk en þessar venjulegu. Þó má væntanlega reikna með hraðari útbreiðslu á þessum árstíma mannamóta og ferðalaga. Gallinn er sá að það er ekki enn til bóluefni fyrir þá sem eru veikir fyrir.
mbl.is Fjögur ný svínaflensutilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróttur kominn í gang ?

Það var mikið að mitt uppeldisfélag virðist hrokkið í gang. Þeir ná kannske að vera 3 tímabil í röð í fyrstu deild, sem yrði held ég félagsmet.
mbl.is Þróttarar unnu stórsigur á Blikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hissa

Ég að vísu tilheyri hinni svokölluðu menntaelítu því ég er með háskólapróf. Ég er þó kominn úr venjulegri sjómannsfjölskyldu ættaðri að vestan, og var kominn með konu og barn í miðju námi og þurfti að vinna með því sem löndunarkarl. Aldrei hefði okkur dottið í hug í lestinni að kjósa um hvort við ættum að kjósa nýjan formann án þess að vita hvað væri í boði fyrst.
mbl.is Tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES-ESB

Gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir því að við erum þegar að amk 60% komin í í ESB, því skv EES erum við skuldbundin til að taka upp megnið af regluverki þeirra, án þess að geta haft nokkur áhrif. Höfum þó ekki rétt til að  taka upp þann trausta gjaldmiðil evruna. Reynum samninga og ég hugsa að við fáum góða samninga því ESB veit vel af auðlindum okkar þám Drekasvæðinu. Við myndum græða því ég efast ekki um að aðrir bændur en grænmetis standi jafnvel og þeir, og veiðireynsla ESB á Íslandsmiðum er engin. Við myndum ekki tapa meiri stjórn en þegar er orðið auk þess sem við værum komin með atkvæðisrétt og síðan skv. reynslu Finna og Svía myndi verðlag lækka. Bændur fá auk þess styrki sem bændur á harðbýlu svæði sbr. Finna. Loks fáum við traustan gjaldmiðil í stað okkar sveiflukenndu krónu.
mbl.is Óvíst um atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landflóttahvati !!

Enn er að okkur þrengt, launin lækka, vín tóbak og benzín hækkar sem hægt er að þola með minni neyslu, en ekki er hægt að sleppa mjólk. Bendi á að td., Suður Afríka sem er vestrænasta ríkið í Afríku sækist mjög eftir enskumælandi ´norrænum mótmælendum. 
mbl.is Mjólkin hækkar um 10 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram svona Ólafur

Tek undir þessa skoðun þína að betra sé að fara sér hægt, en gera hlutina rétt og snöggt þegar eitthvað liggur fyrir, þannig að nokkuð tryggt sé að saklausir sleppi, og menn séu ekki grunaðir bara fyrir að hafa unnið í fjármálafyrirtæki.
mbl.is Umsvif aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn

Mér ofbýður orðið stefnuleysi sumra í ríkisstjórninni, þannig virðast sumir "þjóðernissinnaðra sósíallista án razizma" allsekki átta sig á að þeir eru í ríkisstjórn, heldur halda áfram að vera á móti. Væri ekki ráð að breyta stjórnkerfinu þannig að þing og frkvald séu alveg aðskilin þannig að ráðnir séu fagmenn í ráðherraembættin, en þingmenn gegni því stóra hlutverki einu að setja leikreglurnar. Mér sýnist enda að fagfólkið sé það sem er að standa sig best í dag, en ég frátel þó Jóhönnu sem er frábær. Hvaða vit er í því að setja fólk yfir málaflokk sem það hefur ekkert vit á þó það sé vel menntað á einhverju öðru sviði. Ekki fengi ég vinnu sem læknir þó ég sé með háskólapróf og réttindi til að hugsa og tala fyrir annað fólk. Geri ég það að minni uppástungu að allir ráðherrar nema forsætisráherra séu ráðnir eftir hæfni en ekki pólitík, og jafnvel að forsætisráðherra sé kjörinn sérstaklega.
mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsfólk sett á hausinn!!!

Sem lögmaður myndi ég ráðleggja þeim sem fyrir þessu verða að leita til lögmanns, því þetta er alltof skammur fyrirvari að öllu leiti og gengur í bága væntanlega við fyrirliggjandi samning, sem ég að vísu þekki ekki, en fyrirvaralaus riftun af þessu tagi sem veldur viðkomandi skaða er nær alltaf bótaskyld. 
mbl.is Launalausir vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband