Loksins góðar fréttir

Innilega vona ég að hægt verði að vinna úr þessu. Tala nú ekki um ef olía fer að sjást í drekanum, þá ættu þjóðinni að vera allir vegir færir, og um okkur beðið í ESB skilyrðalaust.


mbl.is Allt vaðandi í makríl fyrir vestan land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsetuþvingun eða brotthvarf?

Ég var að hlusta á hádegisfréttirnar og heyrði þar að enn ætti að hækka álögur á eldsneyti. Ég leyfi mér að hugsa hvort þetta sé allt hugsað útfrá höfuðborgarsvæðinu. Gera okkar ágætu landshöfðingjar sér ekki grein fyrir að við landsbyggðarlýðurinn þarf einnig að komast á milli staða og það jafnvel samdægurs þó rútan sé ekki nema 1x á dag. Þá þurfum við oftast að vera á öflugri bílum og þar með eldsneytisfrekari, því ekki er sumarblíða allt árið. Ef svo dýrt verður að ferðast að ekki verður haft efni á því er ekki nema tvennt um að velja þe, að leggjast í algjöran sjalfsþurftarbúskap eða flytja af landi brott. Til að vera ekki of neikvæður þá er náttúrulega jákvætt að ýta undir sjálfsþurftarbúskap eins og landabruggun sem var nær lagstur af með því að geraa áfengið svo dýrt að enginn hefur efni á því lengur. En það bruggar enginn eldsneyti.

Utanlandsþvingun?

Eru innlendir  ferðaþjónustuaðilar að þvinga okkur í erlendis ferðalög, ef það er ódýrara að fara í tvær vikur til td., Spánar á hótel með öllu, en að fara með tjald um Ísland í viku? 
mbl.is Verðgjá á milli innlendra og erlendra ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg forgangsröðun

Auðvitað á vegurinn með 4x meiri umferð milli Rvk og Selfoss og flestu slysin á þjóðvegi á landinu að koma fyrst. Fyrir utan það að þegar umferðin er mest kemst hún varla fyrir á milli þessara staða.
mbl.is Vilja forgangsraða aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landi

Ef hækka á álögur á áfengi og tóbak ennfrekar, þá yrði það mikil lyftistöng fyrir innlendan iðnað, sérstaklega landabruggun og smygl. Smyglarar og bruggarar geta líka verið nokkuð óhræddir því það er ekki pláss í fangelsunum. Sektir segja líka lítið því flestir þessara aðila eru bæði eigna og fjárlausir. Hugsiði aðeins út fyrir ykkur sjálfa ágæta ríkisstjórn því 90% þjóðarinnar er ekki bindindisfólk.
mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland-N-Kórea-Burma

Ég hefði ekki trúað þessum ummælum frá meintum "ábyrgum" stjórnmálamannni ef mér hefði verið sagt frá þeim á mannamóti. Þetta er eitthvað sem maður hefði frekar átt von á frá hinum einangraðasinnuðu N-Kóreu og Burma. Að mínu viti erum við hér á skerinu opið lýðræðislegt þjóðfélag, þar sem fyrirtæki eiga þó til að missa sig í stórhug. Eftir að hafa lesið Icesave samninginn sé ég ekki að um aðra kosti hafi verið að ræða. Þá sýnist mér ekki annað á fjölmiðlaumræðu bæði hér og erlendis að við séum meira en velkominn inn í samfélag Evrópuþjóða, án þess að þurfa að fórna neinu af okkar samfélagsauði. 
mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fang"h"elsi

Tónlistarmiðstöðin er tákn um það að vér Íslendingar séum ekki laggstir heldur höldum áfram að vera á lífi.
mbl.is Alþýðuhöllin við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurkreppa

Þegar Skaftáreldar gengu yfir var sagt af kirkjunnar mönnum að verið væri að refsa fyrir velgengni undanfarinna ára, en fyrir eldana var talið að smjör drypi af hverju strái í Vestur Skaftárþingi og hegðan fólks eftir því. Eru veðurguðirnir ekki bara að gera það sama við okkur í dag?
mbl.is Verður 20 stiga múrinn rofinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðufrétt vikunnar

Ef einn besti knattspyrnumaður heims ekki nógu karlmannlegur fyrir þá frægustu fyrir að vera fræg? Hvað vill hún þá?
mbl.is Ronaldo ekki nógu flottur fyrir Paris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Evrópa?

Þegar  ég var yngri  lágu álfumörkin um Úralfjöll/fell eftir smekk, Svartahaf og Dardanellasund. Nú erum við alltíeinu komin með íþróttakeppnir lengst austur í Asíiu sem Evrópukeppnir. Tyrkir eru að verða vestrænir, og jafnvel sýrlendingingar, Armenar, Kazkhakar, ofl. Persar eru að  gefa eftir enda er þetta líffstíll eiginlegur en ekki áunnin. Þá eru jafnvel gyðiðingar,að hætta sinni vitleysu. Tek fram að ég er ef júðskum ætttum, þó megnið sé norrænt, og skyldur múzlimzkum konum       

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband