Loksins eitthvað af viti.

Loksins virðast menn með viti í Bretlandi farnir að sjá að það er ekkert vit í að knésetja okkur hér á norðurhjara vegna skulda sem eru í sjálfu sér smáaurar hjá þeim. Þeir myndu enda stórtapa á því til langframa eins og kemur fram í greininni. Kannski hefur betri helmingur Breta gripið inn í því þær hafa væntanlega á sama hátt og Íslenskar konur meiri skynsemi en karlar. Konur landnámsmanna voru enda að miklum meirihluta frá Bretlandseyjum eins og kom fram í nýlegum genarannsóknum.
mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru eldfjöll góð ?

Sjaldan verð ég hissa, en þessi frétt vakti mér furðu. Hvað er gott við eldgos. Er besta gosið þar sem   flestir deyja, eða mesta tjónið verður.
mbl.is Tvö af 10 „bestu“ eldfjöllunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að loka !!

Það er nú svo með kreditkort og önnur lán, að ef þú borgar ekki er lokað á þig. Gæti ekki verið að færri kort séu í gangi núna en fyrir upphaf "kreppu". ?
mbl.is Kreditkortin minna notuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margbreýtileg trúarbrögð

'I mörgum trúarbrögðum til forna , td, einn á sjó og annan í landi og aðra til ásta. Gat maður valið milli guða og og er svo enn td., í hindúisma. Í þeim stærstu þ.e, kristni, Islam og Buddisma, er ekki val um guðinn, heldur hvernig á að trúa. Þar má einnig bæta við frændum mínum gyðingum.  Hver er td., munurinn á Shítum og og sunnítum annar en sá að þeir fylgdu sitthvorum frændanum til foystu á sínum tíma. Eða klofningingi aust- og vest- rómverskirknanna nema v., valdabaráttu. Eða árekstra norðurevrurevóskra höfðingja gegn kirkjunni að mótmælendakirkjan varð til. Þar sem td., enska bizkupakirkjan er er nokkurn veginn sú sama og sú kaþólska að frátöldum páfa. 

Er ekki rétt að við trúum á trú/leysi hvers annars án fordóma, ég sem kristinn maður sé lítinn mun á því að vera í fábrotnu húsi eði stóru, og við trúum á heilbrigðan hátt. Ofurtrú um að manns eigin háttur sé réttur en allt annað rangt kann aldrei góðu að stríða. Allavega er ég eg ekki fylgjangjandi fyrirbænum án læknisaðstoðar, skröltormabitum m "Guðshjálp", lækningu með handayfilagnignu eða 90 "virgins in heaven" Það sem mér finnst ég hafa gripið úr þessum trúarbrögðum öllum er að gera ekki öðrum en það, að sem þem þú ekki láta gera þér, skalt þú ekki gera þeim. Sem, reyndar Konfúsíus hafði komist að löngu á undan mér.  


Í samræmi við niðurskurð hjá lögreglu.

Ég man eftir umræðu fyrir skömmu, sem ég reyndar tók þátt í, þar sem fram kom frá lögreglu að niðurskurður væri orðinn hættulega mikill. Mannfæðin væri slík að ekki væri hægt að sinna öllum útköllum, og öðrum ekki fyrr en seint og um síðir. Er þessi hrina ekki í samræmi við það, því krimmarnir vita að það eru jafnvel meiri líkur en minni að þeir verði gómaðir, auk þess sem kreppan bitnar jú á þeim líka og erfiðara fyrir þá að komast yfir fé á löglegan hátt. 


mbl.is Innbrotahrina í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbrot nauðsynleg fyrir meðferð?

Það er orðið slæmt ástandið ef geðfatlaðir þurfa að framja afbrot áður en þeir fá viðeigandi meðferð, sbr., einnig þann sem ók á slökkvistöðina í Reykjavík fyrir skemmstu.
mbl.is Vísað frá á geðdeild og ók inn í lögreglustöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðan var fylgdarliðið allt drepið, ef ég man þetta rétt

Þetta er sami hugsunarháttur og hjá okkar forfeðrum. Haugar voru sárasjaldan grafnir. Heldur vildu menn að þeirra væri minnst fyrir gjörðir en ekki dauðan líkama. Allavega man ég ekki eftir að kennt hafi verið hvar Snorri Sturluson er grafinn þó eflaust einhverjir viti það. Hann lifir í sínum skriftum. Sama er með Djenhiz Khan, hann lifir í sínum gjörðum.  
mbl.is Grafhýsi Genghis Khan í sýndarveruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Svo lengi sem ég fæ ekki orm í eplinu mínu er ég sáttur við allar ræktunaraðferðir. Ég er er þó á móti notkun eiturefna eins og DDT. En þessi ofuráhersla á "náttúruvæna" ræktun hefur oft farið í taugarnar á mér. Áburðarefni sem notuð eru í dag eru mjög væn fyrir náttúruna. 
mbl.is Lítill munur á lífrænni og hefðbundinni matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi einhverjar lausnir

Það er ekki viðunandi fyrir okkur almenning að dregið sé úr löggæslu í sparnaðarskyni á sama tíma og afbrotum fjölgar. Ljóst er að þeim fækkar ekki á meðan kreppan varir. Sparnaður hjá lögreglu er einnig vafasamur sparnaður því kostnaður einstaklinga og þjóðfélagsins stóreykst með fjölgun afbrota. Skora á Alþingi að beita niðurskurðarhnífnum á flest annað en löggæslu.
mbl.is Engar töfralausnir í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonum það bezta

Ef umsóknarferlinu er líkt við 100m hlaup munum við skv. embættismönnum ESB vera búin með 60m, í gegnum EES. Það hlýtur að vera hægt að klára þessa 40m sem eftir eru á tiltölulega skömmum tíma. Það er ljóst að við höldum ein aðgangi að okkar fiskimiðum því aðrar þjóðir skortir þá veiðireynslu sem þarf til að komast að. Bændur fengju væntanlega heimskautastyrki svipað og Finnar og miðað við reynslu Svía og Finna nytum við almenningur lægra vöruverðs á flestum sviðum. Síðast en ekki síst fengjum við stöðugan og traustan gjaldmiðil. En allt er þetta náttúrulega háð því að viðræður gangi vel og almenningur láti ekki blekkja sig til að kjósa gegn aðild þegar þar að kemur.
mbl.is Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband