Má ekki bæta við eldri borgurum.

Þetta er gott framtak hjá Jónínu, en mér dettur í hug hvort ekki megi bjóða eldri borgurum það sama, því þeir hafa margir ekki líkamsburði í fjörugri hesta, þó að reynslan sé fyrir hendi. Þeir gætu jafnvel sagt börnunum til, og þetta gæti gefið eldra fólki einhvern lífstilgang, í stað þess að sitja fast heima eða á einhverri stofnun.
mbl.is Elliheimili fyrir hesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir ætir?

Mér finnst þeir líta svipað út og frönsku ætisniglarnir. Væru góð búbót ef svo er, og góðir með rauðvíni í þau fáu skipti sem hægt er að leyfa sér það.
mbl.is Lyngbobbum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreiðar sér ljósið.

Ég var að ljúka hefðbundum morgunverkum, þe., morgunmatur og blaðalestur. Aldrei þessu vant vakti forsíða Fréttablaðsins athygli mína, því þar lýsir fyrrverandi bankastjóri og útrásarvíkingur sömu skoðunum og flest hugsandi fólk hefur haft undanfarið. Skoðun þessi er sú að vextir og verðtrygging eru að drepa allt í dróma hér á landi. Nenni ég ekki að hafa mörg frekari orð um það, enda lítið á bloggista hlustað, en tel þó að ég verði jafnmikill íslendingur og áður þó við göngum í ESB og fáum alvöru gjaldmiðil. 
mbl.is Icesave losi lánastíflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangið í bæinn, ég er ekki heima!

Fólk virðist vera haldið ótrúlegu grandvaraleysi gagnvart internetinu, og margir allsekki átta sig á því að allt sem þar er skrifað er opið alheiminum. Maður sér fólk enda oft vera að skrifa hluti á netið sem eiga allsekkert erindi þangað, hvort sem er mjög persónulega eða annað. Vona að sem flestir sjái þessa frétt og hagi skrifum sínum þannig að þau geti ekki komið í bakið á þeim á einhvern hátt.
mbl.is Þjófarnir fylgjast með á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúka þáttöku örugglega með sóma.

Ekki er hægt að gera kröfu um sigur gegn heimsmeisturum Þjóðverja, þó maður viti aldrei hvað getur gerst, og í góðu lagi að vona hið besta. Næst er það undankeppni heimsmeistaramótsins og hafa stelpurnar alla burði til að komast þar í úrslit. Að lokum ætla ég að vona að karlalandsliðin taki upp sama sið og þær, og merki treyjur sínar eigin nöfnum en ekki foreldra sinna, auk þess sem strákarnir í fótboltanum mættu fara að sýna sambærilegan árangur.
mbl.is EM: Eitt ævintýri eftir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er stoltur af stelpunum.

Stelpurnar okkar voru búnar að standa sig frábærlega bara með því að komast í úrslitakeppnina. Í rauninni var ekki hægt að gera meiri væntingar í fyrsta skipti í úrslitum stórmóts. Þær töpuðu Frakkaleiknum á vafasömum vítaspyrnum, og einnig sást á þeim nokkur taugaóstyrkur, sem verður örugglega farinn af í næsta stórmóti, enda reynslan þá komin. Leikurinn í dag við fyrrverandi heimsmeistara m.m. var milli tveggja jafnra liða og hefði getað endað á hvorn veginn sem var. Ég lýk þessari færslu með því að þakka fyrir mig og reikna ekki með öðru en að þær fari lengra í næstu úrslitakeppni, getan til þess er allavega til staðar.
mbl.is EM: Við ætlum aftur á stórmót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes mótmælandi!!

Þó að Hannes hafi sama rétt og aðrir til að halda fram skoðunum sínum og mótmæla þeim sem hann er á móti, þá hefði hann átt að hafa vit til að mótmæla annarsstaðar en á Austurvelli. Hann ætti að vita það manna best að hann er einn af holdgervingum bankahrunsins, þó að hann hafi kannski ekki tekið þátt í því persónulega, og hefur náð sér í þá ímynd með skrifum sínum um Kapítalisma. Hann varð því fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks, hinsvegar fer hann betur útúr þeim en hinir, því flestir eru á móti svona viðbrögðum, og hefði verið heppilegra fyrir aðra mótmælendur sem eru ósáttir við Hannes og það sem hann stendur fyrir, að hunsa hann frekar en vera með þennan aðsúg. 
mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðfúslega??

Er hinn virðulegi þingmaður að biðjast afsökunar fyrir aðra, en ekki af því að hann viðurkenni óviðurkvæmilega hegðun. Sú hegðun er vissulega afsakanleg ef hann og aðrir læra af mistökunum, en trauðla ef afsökunarbeiðni er einungis sett fram vegna þrýstings, en ekki eigin iðrunar.
mbl.is Sigmundur Ernir baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt ástand.

þetta er orðið skelfilegt ástand í þjóðfélaginu þegar fólk hefur ekki einu sinni efni á að kaupa skólavörur fyrir börnin. Sem betur fer er fólk orðið viljugra til að þiggja aðstoð en var áður, en þau eru þung sporin og til þess fallin að brjóta fólk endanlega niður. Ég tel rétt að skólarnir (ríkið, sem erum við öll) úthluti þeim skólavörum sem þarf, börnum að kostnaðarlausu. Einhver kostnaðaraukning yrði að sjálfssögðu, sem legðist á skattgreiðendur, en ég held að flestir væru sáttir við þessa notkun á sköttum sínum, og þeir sem þurfa aðstoð við þetta í dag gætu gengið eitthvað uppréttari fyrir vikið.  
mbl.is Skólabörn studd til náms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fluttur til Presley!

Alltaf er upplífgandi að sjá svona furðufréttir, og það merkilega er að margir trúa þeim. Ég ætla því að leyfa mér að trúa því að konungur diskósins hafi látið sig hverfa úr sviðsljósinu, og skipulagt í því skyni dauða sinn. Hann hafi flutt til konungs rokksins, sem mun skv., mörgum "áreiðanlegum" hafa gert það sama, og búi þeir nú sældarlífi saman fjarri áreiti umheimsins. Þessu finnst mér mun skemmtilegra að trúa en að þeir séu báðir dauðir. 
mbl.is Jackson lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband