Landamerkjadeila!

Mér virðist þessi deila flokksmanna flokksins, sem ekki er flokkur, heldur samsafn fólks með sameiginlegar skoðaðinir minna mig á Kafka f. m.fólk, en en aðra á tvo bændur er komu saman og deildu um landamerki. Höfðu þeir lengi deilt um hvar skipta ætti mýrlendi er lá á milli jarða þeirra, og kom enganveginn saman þannig að eitraði samband barna þeirra af sitthvoru kyni. Komust þeir loks að þeirri niðurstöðu að fá sýslumann til að skoða málin. Boðaði hann hina þrætugjörnu bændur á sinn fund og gekk vettvang, þar sem hvor benti á sinn steininn sem grundvöll sinnar línu. Munaði uþl 10m á steinum og 5ha af mýri. Tók sýslumaður hvorn um sig á eintal hvort nokkur leið væri um samninga í þessu máli, því áþekkir væru steinarnir og gætu báðir passað. Tóku bændur því því báðir vel, enda myndu þeir samþykkja allt sem væri eins og þeir vildu. 
mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem pabbi og afi, eða afi og langafi?

Gleðiefni að ný mynd sé á leiðinni í þessum skemmtilega flokki. Get þó ekki ímyndað mér þessar gömlu hetjur sem hasarhetjur á ný, þannig að það hlýtur að vera þannig að þeir séu leibeinendur ungs afkomanda, en sýni þó að lengi lifi í gömlum glæðum. Tilhlökkunarefni.
mbl.is Sean Connery í Indiana Jones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmet í klofningi.

Þó ég hafi ekki verið stuðningsmaður Borgarahreyfingar í síðustu kosningum, fagnaði ég í sjálfu sér komu þeirra og bjóst við ferskum hugmyndum sem myndu jafnvel hræra upp í hinum flokkunum. Ekki óraði mig fyrir því að flokkurinn yrði kominn í þrjá hluta með haustinu, þ.e., 3 þingmenn í nýjum flokki, einn sjálfstæðan og Borgarahreyfingin sjálf þingmannslaus. Stór sp. hvar varamenn þingmannanna standa ef einhver af þessum 4 forfallast. Mér þykir þetta sorgleg niðurstaða og á hún örugglega eftir að hafa áhrif á hugsanleg ný framboð í framtíðinni, því fólk veigrar sér örugglega við að kjósa nýtt, þegar það horfir á fordæmið.  
mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðursýkisflensa!!

Þá er ég búinn að ná mér í hina illræmdu svínaflensu, vaknaði með flensueinkenni í gærmorgun sem síðan snöggágerðust eins og venjuleg flensa. Ég satt að segja skil ekki alveg lætin út af henni því hún leggst, allavega á mig, eins og síðast þegar ég fékk flensu fyrir nokkrum árum. Óþægileg, en ekki verri en sú venjulega, og varla banvæn nema þá fyrir fólk sem er veikt fyrir.
mbl.is Hafa staðfest 183 tilfelli H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðufrétt vikunnar, ef ekki ársins.

Þessi og fyrsta fréttin er það furðulegasta sem ég hef séð lengi. Að tveir norðmenn, sem að vísu eru greinilega af erlendum uppruna séu að stunda njósnir fyrir kóng sinn í Kongó af öllum stöðum. Kongó er að vísu ótrúlega ríkt af auðlindum, en jafnframt af ofbeldi og lögleysu, og eru ekki búnir að jafna sig á Belgakóngi, sem átti landið persónulega, og beitti sömu grimmd og innfæddir með snerti af evrópu þar sem menn hættu ekki fyrr en 1945. En það kemur sjaldan fram að það voru afrískir höfðingjar sem afhentu þegna sína til þrældóms hjá evrópumönnunm í höfnunum við ströndina. Evrópumenn /caucasians/germanic speaking languatics/ drápu hinsvegar sigraða óvini, og þótti það sjálfsagt fram eftir öldum. Þeir höfðu megnustu skömm á þeim sem sigraðir voru tilbúnir í þrældóm, og töldu það skemma mannorð ættarinnar. Einhversstaðar las ég kenningu um þetta, en man ekki hvar.   

 

 

 


mbl.is Lofa að framfylgja ekki dauðadómi yfir Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver Texasbiblíukynlífsfræði.

Ekki kannast ég við þetta viðhorf hjá þeim konum sem ég hef kynnst náið, og jafnvel stundum meiri áhugi hinum megin án tilefnis. Heimilisstörf hef ég alltaf gert ótilkvaddur, þó vissulega sé skítaþolið hærra, einsog hjá flestum gagnkynhneigðum körlum. Væntanlega helgast þetta af öðru uppeldi evrópskra kvenna en texanskra, því við teljum kynlíf eðlilegt, en strangtrúaðir biblíutrúarmenn, að eingöngu skuli stunda það til barneigna!
mbl.is Kynlíf fyrir heimilisfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldaflótti

Leyfi mér að setja inn færslu mína frá í gær.

"Miðað við þau úrræði sem fólki í greiðsluerfiðleikum er boðið uppá í, sé ég ekki að það skipti miklu fyrir fólk, hvort það borgar eða borgar ekki, lánin hækka fyrir því. Þá hugsa margir eflaust þannig að geti það ekki greitt afborganir að fullu, sé alveg eins gott að hafa launin í framfærslu bús og barna, Húsið/bíllinn eru hvorteðer yfirveðsett. Úrræðin sem boðið er uppá er lánafrysting/lenging á fullum gengis/vísitölutryggðum vöxtum, þannig að höggið verður enn þyngra þegar kemur að greiðslum aftur, ef efnahagsástandið lagast ekki. Greiðsluaðlögun er síðan ekkert annað en fínna orð yfir nauðasamninga, enda réttaráhrifin nær þau sömu. Loks má nefna að flýi fólk land, er mjög ólíklegt að kröfuhafar elti það, nema eitthvað sérstakt komi til." 


mbl.is Saka ráðherra um hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjölfestan að hætta.

Þetta er víst ellimerki hjá mér að Watts sé að hætta, en hann hefur í mínum huga jafnan verið rólegi maðurinn í Steinunum, sem hefur haldið þessu saman, sem mér vitanlega hefur aldrei lent í gulu pressunni á svipaðan hátt og hinir  limirnir. Hann byrjaði í hljómsveitinni ári eftir að ég fæddist, þannig að ég ólst upp við trommuslátt hans og Ringós, verð að vísu að viðurkenna að ég var hrifnari af Ringó og Bítlunum meðan ég taldist til stráka. En í seinni tíð, kannski fyrir áhrif kunningja míns á Selfossi, hafa Rollingarnir haft betur. Ef fréttin er sönn, sem er ekki ólíklegt miðað við aldur, sé ég eftir honum og óska velfarnaðar á eldri árum.  
mbl.is Watts hættur í Rolling Stones?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárdráttur???

Þegar ég sá fyrirsögnina las ég fyrst 900þ, en við nánari skoðun sá ég að fjárhæðin var kr. 900,-. Finnst mér nú Svíar orðnir heilagari en páfinn. Ekki man ég eftir að kvenráðherra nokkur sem misnotaði kreditkort embættis síns í einkaneyslu fyrir nokkrum árum, hafi verið kærður fyrir fjárdrátt. Finnst mér með ólíkindum að nokkur, allra síst lögreglumaður leggi mannorð sitt og starf í hættu fyrir heilar 900,- krónur. Hlýtur eiginlega að vera um mistök eða gleymsku að ræða, ég verð sjálfur að viðurkenna að ég hef fengið svipaðar upphæðir að láni v. veskisleysis eða einhvers ámóta, og gleymt að endurgreiða uns ég var minntur á, og eins lánað svipað og gleymt að rukka.
mbl.is Rannsókn vegna meints fjárdráttar lögreglu - upphæðin 900 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona háskalegt ?

Miðað við þau úrræði sem fólki í greiðsluerfiðleikum er boðið uppá í, sé ég ekki að það skipti miklu fyrir fólk, hvort það borgar eða borgar ekki, lánin hækka fyrir því. Þá hugsa margir eflaust þannig að geti það ekki greitt afborganir að fullu, sé alveg eins gott að hafa launin í framfærslu bús og barna, Húsið/bíllinn eru hvorteðer yfirveðsett. Úrræðin sem boðið er uppá er lánafrysting/lenging á fullum gengis/vísitölutryggðum vöxtum, þannig að höggið verður enn þyngra þegar kemur að greiðslum aftur, ef efnahagsástandið lagast ekki. Greiðsluaðlögun er síðan ekkert annað en fínna orð yfir nauðasamninga, enda réttaráhrifin nær þau sömu. Loks má nefna að flýi fólk land, er mjög ólíklegt að kröfuhafar elti það, nema eitthvað sérstakt komi til. 
mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband