Efast um samþykki V-Grænna.

Ég stórefast um að V-grænir samþykki þetta enda hafa þeir marggefið út að þeir séu á móti öllu sem tengist hernaði. Atvinnusköpun virðist heldur ekki skipta þá máli, ef atvinnugreinin er þeim ekki þóknanleg, sbr. nýlegan raflínuúrskurð umhverfisráðherra. Suðurnesjamenn verða bara að horfa atvinnulausir út um gluggann, á flugvélarnar, sem einhverjir aðrir þjónusta, og dást að línulausri náttúru í leiðinni.
mbl.is Þjóna herjum NATO-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarverðlaun fyrirfram?

Obama er allra góðra gjalda verður, og fáir efast um góðar fyrirætlanir hans. Hann hefur hinsvegar ekki komið neinu í verk ennþá, þó hann hafi sett ýmislegt í gang. Þetta finnst mér líkjast því að láta íþróttamann fá gullið fyrirfram því hann ætlar að vinna. Væntanlega býr þó sú hugsun að baki að þrýsta á Obama um að beita sér enn harðar, en það er ekki í anda verðlaunanna, því þau á að veita fyrir þegar unnin verk en ekki fyrir góðar fyrirætlanir. Ef þær ganga eftir hjá Obama ætti hann skilið að fá þau í lok kjörtímabils, en ekki fyrirfram.
mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

134 ára gamall ái!!

Fréttin sem slík kemur ekki á óvart, en aldurinn á Dolphusi gengur ekki upp. Síðan hef ég aldrei almennilega skilið afhverju ekki má kalla aðra en hvíta eftir sínum húðlit. Allavega má kenna fólk við hárlit, ljóshærður-svarthærður-rauðhærður osfrv. Væntanlega mætti segja Obama hálfhvítan, þó ekki megi kalla hann brúnan.
mbl.is Rætur Michelle Obama í þrælahaldi fundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarverðmæti???

Mér finnst þessi frétt jafnast á við þá kínversku sem var á Pressunni í gær, um lesbíubæ í norður Svíþjóð, nema hvað þessi er því miður sönn.
mbl.is Skósafni Imeldu Marcos naumlega bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinni umferð!

Þá virðist seinni hálfleikur að hefjast hjá svínaflensu eins og spáð hafði verið. Ég var svo "heppinn" að fá hana í fyrri umferð, og var hún þá hvorki vægari né verri en venjuleg flensa, og fór í hana ein vika. Vona að hún færist ekki í aukana, því þá er hún tvímælalaust verri. Ég hef líka lært af reynslunni að bera fulla virðingu fyrir öllum veirum og bakteríum, því í eina skiptið sem ég hef lent á spítala(gjörgæslu) var þegar venjuleg magabaktería sem er í flestum, tók skyndilega upp á að fjölga sér úr öllu valdi og át sig hreinlega í gegnum magavegginn, þannig að innihaldið seitlaði út í kvið. Sú getur reyndar einnig valdið venjulegu magasári.
mbl.is Níu á sjúkrahús vegna flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náðarhöggið!!

Mér sýnist ljóst að þessar miklu skattahækkanir eru náðarhöggið fyrir marga. Þannig virðist mér að lækkun afborgana lána sé tekin beint til baka með þessari hækkun, og fjármálastaða margra gerð enn verri en hún var. Manni dettur jafnvel í hug að þessi afborganalækkun sem er á döfinni sé hugsuð til þess að fólk geti borgað meira í skatta!, en þar er ég náttúrulega að gera stjórnvöldum rangt til, því auðvitað er það fólki léttbærara að borga ríkinu en bönkunum, með því að borga minna til bankanna en meira til ríkisins og í heildina meira en áður.
mbl.is Reikna með 87 milljarða halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnot fyrir kostngreiðslur og viðhald.

Væri ekki sparnaður í því fyrir eigendur þessa ónotaða húsnæðis og aðra hagsmunaaðila, að leyfa fólki sem hefur misst allt sitt, að búa í því endurgjaldslaust, gegn því að það sinnti viðhaldi og greiddi hita og rafmagn. Það myndi fjölga íbúum og koma nýtingu á þjónustu (td. skólum ofl) í eðlilegt horf. Að aflokinni kreppu væru húsin í viðunandi ástandi í stað þess að hafa grotnað niður, og mætti þá endurskoða búsetuformið.
mbl.is 100 milljarða ónotuð fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarhúsaþorp

Tek undir með Filippusi, því sama þróun hefur verið að gerast hér, þ.e., þéttbýlisbúar hafa undanfarin 10-15 ár verið í auknum mæli að kaupa hús í gamalgrónum þorpum sem og jarðir á vinsælum landssvæðum. Vissulega er þetta af hinu góða í hæfilegum mæli og viðheldur tengslum þéttbýlis og dreifbýlis. Ókostirnir eru hinsvegar að eignirnar nýtast ekki heimamönnum og ég veit dæmi um þorp sem standa hálftóm yfir vetrartímann og erfitt er fyrir fólk er hyggur á fasta búsetu að fá húsnæði. Þá eru góðar bújarðir ónýttar þó skortur sé á jarðnæði. Loks greiðir þetta fólk ekki aðra skatta í viðkomandi sveitarfélagi en fasteignagjöldin. Sýnist mér að í þessum efnum eins og öðrum sé meðalhófið best, og sp. hvort ekki eigi að setja hámarksprósentu á það hve margar eignir má flokka sem "sumarbústaði/jarðir" í hverju sveitarfélagi.
mbl.is Finnst allt of margt fólk í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasta er holl!

Svo maður horfi á "jákvæðu" hliðina á fasta (detox) að vera meinholl!! Þannig að ef hægt er að fóðra börnin, en fasta er ekki holl fyrir þau, ætti þetta ástand að skila óskaplega heilbrigðri þjóð í kjörþyngd. En grínlaust, þá er þetta skelfilegt ástand þegar fólk á varla fyrir mat út mánuðinn. Ég vildi allavega seint vilja sjá að setja þyrfti upp súpueldhús eins og þekkjast fyrir heimilislausa víða erlendis, síðustu viku hvers mánaðar fyrir venjulegt fólk. 
mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búinn með beikonið !!

Ég eyddi síðustu viku í svínaflensu sem var óþægileg, en hvorki verri né betri en þær venjulegu sem nú eiga að vera á leiðinni. Held ég reikni með að sleppa við þær. Hinsvegar getur varla verið hollt fyrir þá sem þess þurfa, að vera bæði bólusettir við beikoninu, og þessum "venjubundnu" flensum. 
mbl.is Brátt bólusett gegn haustflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband