23.6.2009 | 14:19
Er MS eitthvað lélegri en hinir tveir?
Bendi á að hann er stofnaður á grunni MR og úr honum komið margt afburðafólk t.d., Guðm.Guðmson, Salvör Nordal, Hörður Arnarsson ofl., ég held að þessir öskureiðu foreldrar ættu að hugsa aðeins áður en þeir koma með svona fjarstæðukenndar fullyrðingar.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.6.2009 | 18:27
"Snilld"
Með þessu sleppur hann við að greiða tekjuskatt af séreignasparnaði, tekur hann út og borgar ekki krónu til samfélagsins og meira að segja minnkar skatta því hann er komin persl., í skuld um sömu upphæð því það er félagið hans sem á skuldina. Vona hans vegna að hann þurfi ekki á þjónustu samfélagsins vegna áfalla að halda. Persónulega myndi mér þá illa líða, eigandi töluvert fé, menntaður ókeypis af almenningi og vilja ekki taka þátt í kostnaði þjóðfélagsins af rekstri þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2009 | 17:41
Sérkennilegt lán
Ef ég ætti 40millj., myndi ég reyna að koma þéim í ávöxtun annarsstaðar en í hinum rassvasanum. Veit ekki til að 1/2 hús sé tekið gilt sem veð í öðrum tilvikum en erfðamálum þar sem verið er að koma þeim í verð hvort eð er. Sp. hvernig húsinu er skipt.
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 14:46
ESB aðild (EU)
Ég er mest hissa á að hlutfallið sé ekki hærra, því í ég veit að ég er ekki einn um að fara úr plús í mínus vegna gengisfalls. Þrátt fyrir alla galla ESB, eins og skrifræði oþh, fengjum við þar stöðugan gjaldmiðil, lægri vexti og almennilega inngöngu í Evrópu, en miðað við söguna höfum við aldrei verið með þar síðan forfeður okkar flúðu Noreg vegna meintrar skattpíningar. Einnig erum við komin með megnið af regluverkinu hvort eð er í gegnum EES. Þá hafa bændur vorir gott af því að lenda í samkeppni, enda efast ég ekki um að þeir hafi til þess getu sbr., garðyrkjubændur. Með fiskinn þá eru kvótar EU. skv., núverandi kerfi miðaðir við veiðireynslu á viðkomandi svæði, þar sem enginn hefur veitt nema við s.l., rúm 30 ár. Þá getum við ekki ætlast til þess að við getum keypt allt sem okku langar til þmt., fiskveiðiheimildir hjá öðrum þjóðum, en gefa ekkert á móti. Eins og sést á framangreindu þó í skeytastíl sé þá er ég eindregin Evrópusinni. Loks vil ég minnast á síðasta útspil antievrópu, sem er þessi della með herskyldu, það hefur allsekki verið um herskylduhugmyndir að ræða heldur að EU sé með sveitir sem byggðar eru á herjum aðildarþjóða, sem eru að langmestu leiti skipaðar atvinnuhermönnum, en ekki að börn okkar séu þvinguð í hermennsku, meira að segja eru mjög fá ríki eftir með herskyldu, en þar má þó nefna Sviss og Noreg sem hvorugt er í EU.
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar