Fínna heiti á gjaldþrota/nauðasamningameðferð!

Ég hélt satt að segja að þetta úrræði hefði verið búið til í þeim tilgangi að hjálpa verulega illa stöddum skuldurum aftur á fætur. Samkvæmt síðustu fréttum virðist það hinsvegar fela í sér að fólk fær sömu meðferð og ef það væri í gjaldþrotaskiptum. Það komast enda fáir á fætur ef þeir eru komnir á "svarta listann" hjá bönkunum, búið að loka á alla fyrirgreiðslu, og jafnvel kreditkortum í skilum lokað. Það verður að hugsa þetta upp á nýtt og koma með einhver raunhæf úrræði. Ég hef áður bloggað um vantrú á frystingu greiðslna, og líkt því við að pissa í skóinn, ef ekkert annað kemur til. Því miður sýnist mér ekkert vera að gerast í efnahagsástandinu, og atvinnulífið hrekkur ekki í gang fyrr en það fær aðgang að lánsfé á eðlilegum kjörum, og sem fyrst traustari gjaldmiðli.
mbl.is Gjaldþrota greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Þetta er semsag eignarupptaka að hætti Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna talar alltaf í fyrirsögnum, og gerir svo ekkert nema að taka eignir fólks og koma þeim í hendur ASÍ mafíunnar.

Og að lesa svör forseta ASÍ. Ef að hann var svona viss í haust afhverju barðist hann ekki fyrir því þá ? Er hann ekki á tveggja miljónakróa mánaðarlaunum hjá launafókli, fólki sem vinnur baki brotnu til þess að hann geti setið á rassgatinu og verið vitur eftirá. Fyrirgefið hann fer jú líka í veiðiferðir í boði lífeyrissjóðanna og á hreindýraveiðar í boði bankanna.

Förum í greiðsluverkfall á félagsgjöld og greiðum lífeyrisjóðinn inn á verðtryggða bankabók budna til 67 ára aldurs viðkomandi.

Burt með verkalýðsmafíuna og ASÍ spillingagosanna .

Ingvar

Ingvar, 26.8.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband