26.8.2009 | 11:17
Ekki ég! Ég er fórnarlamb.
Alveg er það dæmalaust, að það er sama við hvern er talað af "útrásarvíkingunum", allir benda þeir á einhvern annan sem ábyrgan fyrir fjármálahruninu. Bisnismenn benda á bankastjórana, ríkisstjórnina og Fjármálaeftirlitið, en bankastjórarnir alla hina. Þeir að vísu viðurkenna "smávægileg" mistök, en þeir hafi sjálfir tapað mestu, sbr. Hreiðar í Kastljósi um daginn og Lýð í þessari frétt. Þeir virðast enga ábyrgð taka á óábyrgri útlánastefnu eða óábyrgri lántöku til að byggja himinháar spilaborgir, sem vel mátti sjá fyrir að færu um koll við fyrsta vindgust, og tækju þá undirstöðuna, Íslenska ríkið, með sér í fallið. Það er mannlegt að reyna að afsaka mistök, en mér finnst þetta komið út í öfgar.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.