24.8.2009 | 16:35
Grafalvarlegt.
Svona sprengihótanir eru grafalvarlegt mál, því allir vita að árásir í skólum, hafa verið framkvæmdar í löndum ekki fjarri okkur. Ísland er ekki lengur úr alfaraleið, og hér gilda sömu lögmál og annarsstaðar, bæði góð og slæm. Svona hótanir verður því að taka alvarlega. Ég heyrði reyndar þá skýringu í útvarpinu að margir héldu að um mann væri að ræða sem væri að redda kærustunni fríi, og aldur hins handtekna og ástand hans, virðist benda til að svo geti verið. Mér finnst firringin í þjóðfélaginu komin á alltof alvarlegt stig ef fólk vílar ekki fyrir sér að setja fram sprengjuhótun sem veldur fjölda fólks óþægindum og ótta, til að fá frí, einfaldara er að melda veikindi. Þetta er sama firring og hjá svokölluðum activistum, sem telja algjörlega réttlætanlegt að skemma eigur fólks, ef þeim finnst það hafa gert eitthvað á sinn hlut. Hvað er næst?
Hótunin strax tekin alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 624
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála grafalvarlegt.
En einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að þetta sé þjóðfélagið í hnotskurn núna. Og eitthvað annað en bara prakkarastrik standi að baki. Eða kærastan. Kanski persónuleg vandamál, og vonleysi.
Ofan á öll vandamál í þjóðfélaginu, hópast unglingar sem hafa þegar upplifað höfnun í atvinnulífinu aftur inn í skólakerfið. Skólakerfi sem er að spara, og þeir sem ekki greiddu skólagjöldin fyrir nokkrum vikum, eða voru ekki með topp einkunnir, eða voru ekki að koma beint úr grunnskóla. Áttu kanski bara aldrei sjéns. Þar með upplifa þessir krakkar enn meiri höfnun, og nú frá kerfinu.
Þvílíkt skíta kerfi að geta ekki aðlagað sig betur að æsku okkar, okkar framtíðar auðlindum, þrátt fyrir niðurskurð. Svei þeim, annað eins var nú gert fyrir útrásar pakkið. Það væri fróðlegt að fá tölur fram hve mörgum unglingum var snúið frá skólakerfinu í haust, hversu margir þeirra fara á atvinnuleysisbætur, eða þurfa jafnvel að finna svarta vinnu til að hafa eitthvað við að vera.
Það heirist ansi lítið frá félagshyggju ríkisstjórninni núna. Hún er ekki að leysa vandamál heimilanna svo mikið er víst, því þetta er eitt þeirra.
Stórefla skólana strax, nýta eitthvað af því auða húsnæði sem til er og því atvinnulausa fólki sem er á bótum hvort eð er.
Ef við ekki hlúum að framtíðarauðæfum okkar núna(unga fólkinu), þá er alveg víst að það fer eitthvað annað. Eða í versta falli endar hér sem ógæfu fólk á villigötum, og framtíðarkostnaður á félagsmálapakkanum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.