Skammast þeir sín ?

Það hefur vakið athygli mína að þessir sjálfskipuðu björgunarmenn Íslands eru jafnan með klúta fyrir andliti þegar þeir stunda mótmæli sín. Ég velti fyrir mér afhverju þeir vilja ekki þekkjast, þegar ég hefði haldið að þetta fólk væri stolt af "björgunarstörfum" sínum. Varla er það af sömu ástæðu og andlitsfelur múslimskra kvenna. Getur verið að þetta sé athæfi sem þeir hálfskammast sín fyrir innst inni og vilji því ekki þekkjast meðal annars fólks.  
mbl.is Sex mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

sammála þér, fólk sem er með svona grímur hlítur bara skammast sín sín fyrir verk sín og skoðanir...sjáðu bara óeirðalögregluna síðastliðin vetur...flestir með grímur, þeir hljóta að dauðskammast sín fyrir sína vinnu og skoðanir.

Skríll Lýðsson, 24.8.2009 kl. 12:31

2 identicon

Það er svoleiðis margbúið að útskýra hvaða tilgangi grímurnar þjóna, hvar varst þú?? Ættir kannski að prófa að hlusta einu sinni í stað þess að tala í sífellu, og það út um óæðri endann. 

Tilgangur grímanna (í stórum dráttum):

Tilgangur grímanna er að hluta upprunninn í anarkískri hugmyndafræði, sem byggist á jöfnuði allra og hafnar hugmyndum um hlutverk leiðtoga. Grímurnar koma í veg fyrir að andlit baráttufólks þekkist svo síður sé hægt að leiðtoga-gera það. Í ofanálag skiptir einstaklingurinn eða persóna hans ekki máli, heldur baráttan og málstaðurinn, sem er síður hægt að persónugera ef ekki er þekkt hvaða persónur eiga í hlut. Ennfremur er verknaðurinn verðlaun sín sjálfs, og anarkistar leitast ekki eftir frekari umbunum, persónulegu þakklæti eða upphafningu persónu sinnar fyrir sín verk í þágu samfélagsins.

Burtséð frá hugmyndafræði þeirra hafa síðan aðgerðarsinnar um allan heim notast við grímur til þess að freista þess að komast hjá refsingu fyrir beinar aðgerðir og borgaralega óhlýðni, en í augum anarkista er kerfið einnig meingallað og þeir trúa ekki á það, og þess vegna ekki heldur refsikerfið.

Villi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:54

3 identicon

Ja en anarkistar sem trua ekki a eignarrett eru dickheads Villi.

Blahh (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband