Færsluflokkur: Bloggar
26.8.2009 | 20:35
Ekki benda á mig.
Enn heldur vitleysan áfram, ætlast Lýður til að almenningur trúi þessu, að bankastjórn hafi ekki verið kunnugt um þessi viðskipti við sheikinn, eins og þeim var flaggað á sínum tíma. Ef hinsvegar satt er, og horft er til stærðar viðskiptanna og þeirra góðu áhrifa sem þau áttu að hafa á ásýnd bankans, þá virðist stjórnun og eftirlit með henni, af hendi yfirstjórnar bankans hafa verið enn lélegri en maður hélt. Allavega sverja allir topparnir af sér alla ábyrgð á hruninu sem og vafasömum viðskiptum og segja allt hafa verið einhverju öðru að kenna.
"This will be a field day for the special prosecutioner"
Vissi ekki um lán til Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 15:15
Fínna heiti á gjaldþrota/nauðasamningameðferð!
Gjaldþrota greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 13:06
Málfrelsi
Hinn merki franski heimspekingur Voltaire sagðist vilja deyja í vörn fyrir réttinn til að halda fram skoðunum sem hann fyrirliti.
Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisríkja, og allar tilraunir til að hefta það ber að líta mjög alvarlegum augum. Það felur í sér menn mega óheft setja fram sínar skoðanir á nær öllum hlutum, og eru ekki heftir að öðru leiti en því að virða mannhelgi annarra, þ.e., ekki setja fram ærumeiðingar, lygar eða ásakanir til að klekkja á öðrum, auk þess sem einkalíf manna er talið heilagt, einnig er mönnum ætlað að virða skoðanir annarra, þó þeir "fyrirlíti" þær.
Ég hef nú verið meðlimur svokallaðra bloggheima í nokkra mánuði, og er ánægður með flest það sem þar er skrifað, og tel mig fróðari eftir lestur margs bloggsins. Ég verð þó að játa að mér finnst alltof margir fara yfir strikið í skrifum sínum, yfirlýsingagleðin óhófleg og virðing fyrir skoðunum annarra engin, og jafnvelt deilt á þá fyrir að dirfast að halda sínum skoðunum fram, því það sé "siðferðilega rangt". Þá hef ég jafnvel séð skrif sem virðast fela í sér hreina illgirni í garð þess sem fyrir verður. Með því að penninn er beitt vopn hallast ég að því að setja þessháttar skrif í sama flokk og eignaspjöll þeirra aðgerðasinna sem teja þau réttlætanleg í garð þeirra sem þeim hefur sinnast við, af því að þeir gerðu ekki hlutina eins og þeir vildu.
Leyfi ég mér að lokum að snúa einum málshætti Konfúsíusar til bloggara, þ.e., Að skrifa ekki það um aðra sem þeir vilja ekki láta skrifa um sig.
Réttmæt gagnrýni er nauðsynleg, og hana er vel hægt að setja fram á kjarnyrtan en þó kurteisan hátt.
Leyfi ég mér að vona að þeir bloggarar sem ærumeiðingarskrif stunda (Yfirleitt nafnlaust)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2009 | 11:17
Ekki ég! Ég er fórnarlamb.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 10:45
Seðlabankastjóri með viti ?
Vonandi erum við nú komin með mann í seðlabankastjórastólinn sem sér að hið himinháa vaxtastig er að sliga bæði atvinnulífið og almenning. Auk þess sem hin sveiflukennda króna okkar viðheldur verulegu óöryggi í öllu viðskiptalífi. Ég held einnig að flestir hugsandi menn geri sér grein fyrir að hvortveggja framangreint, burtséð frá ICESAVE og öðru, heldur aftur af nýsköpun og framþróun í atvinnulífinu, og setur bæði fyrirtæki og almenning á hausinn, og viðheldur og jafnvel eykur atvinnuleysi. Vona að nú verði farið að dæmi annarra vestrænna ríkja og vextir lækkaðir í sama stig og þar, og fjárhagsleg innspýting sett í atvinnulífið, þá ætti að vera von til að ástandið fari að lagast sbr., Þýskaland, Japan, Frakkland ofl., ríki. Auðlindirnar skortir okkur ekki, en aðilar verða að hafa aðgang að fjármagni á eðlilegum vaxtakjörum til að geta nýtt þær og skapað arð fyrir þjóðfélagið.
Es. Ég er ekki að tala um samskonar "furðulán" og margir útrásarvíkingar fengu, heldur eðlileg nýsköpunar og rektrarlán.
Krónan of lágt skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 08:26
Hvað með hin lánin?
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2009 | 17:19
Ofurviðkvæmir Ísraelar.
Kært fyrir kynþáttaofsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.8.2009 | 14:42
Hrunfólk ?
Höfða einkamál gegn hrunfólkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.8.2009 | 10:40
Góðar fréttir.
Þreskja repju á Þorvaldseyri og ætla að vinna olíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2009 | 19:50
Blóðmjólkun
Íslendingar verðskulda samúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 645
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar