Blæjur og búrkur.

Ef einhver múslimi les þetta gæti hann kannski gefið skýringu á þessa ofuráherslu á að konur hylji sig í návist karla. Tæplega er það vegna þess að múslimskir karlmenn séu með svo miklu minni stjórn á kynlöngun (greddu) sinni, en aðrir karlmenn í heiminum, að þeir hafi ekki á sér stjórn ef þeir sjá í konuhold. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Egyptalandi og Kanada er þessi kvennahulning ekki skv. Kóraninum eftir áliti múslimskra fræðimanna þar. Ég hef heyrt þá alþýðuskýringu að þetta sé ættað frá mæðrum, og notað af þeim til að koma út dætrum sem ekki þóttu nógu álitlegar, en þykir hún ekki fullnægjandi enda útlit múslimskra kvenna eins fjölbreytt og annarra. Spyr því fróðleiksfús maður sem hefur ekkert á móti venjulegum múslimum og ber fulla virðingu fyrir trú þeirra, enda hryðjuverk sumra í nafni trúar í fullkominni andstöðu við það sem ég veit um Islam, hversvegna er þessi mikla áhersla lögð á að konur hylji sig?.
mbl.is Uppnám vegna blæjulausrar fegurðardrottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er líka forvitin um þetta

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 14:40

2 identicon

Er þetta ekki bara spurningin um að: Kveikjum eld, kveikjum eld!!!

Gott innlegg í það minnsta, fínt að dreifa huganum frá öðrum minniháttar issues :)

Lara (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:07

3 identicon

Hvernig er hægt að taka þátt í fegurðarsamkeppni ef andlitið er hulið blæju.

Öfgatrúarmenn finnast í öllum trúarbrögðum, en Islamskir öfgamenn og kristnir, eru þeir verstu að mínu mati.

Ætli hún verði ekki drepin stúlkugreyið. Eða refsað hrottalega samkvæmt Sharialögum. Svipuhögg eða grýtt kannski, ef ekki að þá koma sýruárásir sterkt inn þessa dagana...

Þvílík örlög að fæðast inn í svona menningu. :/

Critic (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:16

4 identicon

Kvennakúgun er rosalega sterk í múslimsku þjóðarsálinni.

Virkilega sorglegt.

Það er það mikill heilaþvottur í gangi að þetta er þannig að konan vill þetta. Enda kannski ekki skrítið þegar þær eru aldar upp í þessari trú frá fæðingu að þurfa að hylja sig. Þurfa að hylja á sér andlitið, eða þá allan líkaman.

Að horfa upp á ungar stúlkur í svona múnderingu... maður finnur virkilega til með þeim.

Critic (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:20

5 identicon

Ég umgengst múslíma dags daglega og á þetta sterk hefð... meira en trúarleg.

Jafnt konur sem menn eru mörg hlynnt því að ganga með slæðu (og þá er ég ekki að tala um búrkuna sem að margir múslímar eru hreinlega á móti) því að konur vilja ekki sýna sig öðrum karlmönnum. Þær einfaldlega vilja ekki leyfa öðrum að sjá sig, nema þá eiginmanni og nánustu fjölskyldu - sjá fegurð þeirra og kvenleika - þær álíta sig heilagari þannig. Karlmenn eru oftar en ekki þeir sem að samþykkja þetta - og eru alls ekkert að ýta undir þetta. Sérstaklega ekki vestrænir múslímar.

Þegar ég heyri um sæmdarmorð í vestræna heiminum (sbr. Skandinavíu) að þá hrýs mér hugur því að þetta er svo ofsalega lítill minnihluti og oftar en ekki eru múslímar ennþá reiðari en við (vestrænu og yfirleitt kristnu). Þeir telja að þetta komi slæmu orði á trúnna þeirra og eru virkilega miður sín yfir þessu.

T.d. í Frakklandi þar sem að búrkan hefur verið mikið í umræðunni að þá eru íslamskar konur jafnt sem menn, mjög á móti konum sem að eru í búrkum (bara augun sjást) og er oft hrópað að þeim af þeirra eigin bræðrum/systrum af íslamskri trú því að þeim finnst þessar konur svo öfgafullar og að þær komi slæmu orði á íslamska trú sem er umfram allt trú umburðarlyndis, gjafmildis og kærleika.

Elisabet (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:44

6 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Ég á nú frekar við það Elísabet, að þær virðast ekki hafa val. Þær sem vilja sýna "fegurð sína og kvenleika" virðast ekki geta gert það, allavega í mörgum múslimskum löndum, nema sæta gagnrýni, og jafnvel refsingum.

Sigurður Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 19:01

7 identicon

Hvers vegna hylja konur og karlar um mestallann heim kynfæri sín?

Vegna þess að það er víða ólöglegt að ganga um nakinn á almannafæri.

Hvers vegna ganga margir með húfu á veturna(hylja hár sitt)?

Vegna þess að þeir eru að verja sig gegn kulda.

Hvers vegna ganga islamskar konur með slæðu yfir hárið, jafnvel andlitið?

Sumur segja það upphaflega vegna þess að þær séu að vernda hár og andlit f. sterkri sól og sandstormum.

Af hverju fer svona mikið í taugarnar á Vesturlandabúum að það vilja ekki allir vera eins og þeir?

Mína (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:35

8 identicon

Til að bæta við því sem Elisabet sagði þá vil ég, sem Múslimi, benda á mikilvægustu ástæðu fyrir því að konur eigi að hylja sig, er sú að það  sé skipun Guðs. Ég verð nátturulega að minna á að Múslimar biðja fimm sinnum á dag, gefa ölmusu, fasta og fleira vegna þess að þessi verk eru skyldur okkar gagnvart Guði og slæða/klæðaburður er bara jafnmikilvæg skylda. Hún er beint að konum sérstaklega en það á svo til að menn hafa skyldur sem konur bera ekki og öfugt. En nr.1 og 2 og 3 þegar maður er Múslimi er ekki klæðaburðurinn heldur er það að trúa fyrst og fremst að Guð sé Einn, eigi enga jafningja og það sé engin milliliður á milli Hans og manna. Þegar maður lifir í þeirri trú, sýnir maður auðmýkt og hlýður maður boðum Hans. Fólk þarf að skilja að í Íslam eru engin verk gild nema einlægni sé í hjörtu manna sem framkvæma þau, og aftur snýst það um sannfærni.

Þannig að í þessu samhengi gengur ekki upp til dæmis að þvinga konur til að bera slæðuna eins og hvað annað. Hins vegar hafa Múslimar rétt á að minna trúbræðrum og systrum á skyldur þeirra.

Ég er Múslimi og er sannfærð að Guð sé til í þeirri mynd sem mönnum var minnt á með Spámanni Múhammeð og ég hlýði Honum: Ég hyl mig.. því ég trúi að Guð viti best og að boð Hans séu partur af öllu þrautum í þessu lífi sem ég þarf að standast til að öðlast eilíft líf...

(btw, slæðuburður fyrir konur er ekki eitthvað nýtt sem Íslam kom með fyrir trúræknar konur, enda í kristni líka)

Nú, það með blæjuna (niqab): Sumir fræðimenn, þó í miklum minnihluta, telja að niqab sé skylda Múslimskra kvenna. Sumar konur fara eftir þeim og Múslimar geta ekki beinlínis talið þeirra álit ógilt. Meirihlutinn telur þó að allur líkaminn nema andlit og hendur sé rétta túlkunin á Kóraninum. 

En svo verður maður að nefna líka að niqab var skýrlega sett fram sem skylda fyrir aðeins eiginkonur Spámannsins, enda voru þær sérstakar konur og Guð gaf þeim heitið "Mæður Trúenda" í Kóraninum.  Það er litið mjög mikið upp til þeirra og sumar konur vilja á þennan hátt vera nærri þeim í dyggð og gerðu sumar það á tíma Spámannsins og við sjáum það nú ennþá (þótt nú til dags eru ástæður margvíslegar).

Ég á margar vinkonur sem eru með niqab og þær gera það af svipuðum ástæðum. Einni finnst ekki vilja vera "opinber" fyrir ókunnugum úti á götu, vill halda sig privat þannig sé og á sama tíma virða hefð trúarinnar. Ein vill líkjast Mæðrum Trúenda. Einni finnst jafnvel niqab minna sig á hversu "gallalaus" hún stefnir á til að vera. Mér finnst þetta allar gildar ástæður...!

Og að lokum, því fólk miskilur að slæða/niqab= ókvennleiki. Alls ekki ! Í alvörunni, undir þessum víðum fatnaði eru konur ALVEG EINS OG ALLAR KONUR HEIMS, með því meina ég að við elskum að gera okkur fallegar og aðlaðandi, en ekki fyrir jón og pál og ekki heldur viljum við vera dæmdar út frá útlitinu úti fyrir heimili okkar, er það svo erfitt að skilja? Grínlaust, sem upp slæðuð ; )  ung kona finnst mér það gefa mér MIKIÐ... sjálftraust! Það væri afneitun að segja að konur nú til dags séu ekki undir neinni stjórn og sú tískuiðnaðarins er örugglega sú öflugasta og samkeppnin er mikil og (ég verð að segja) karlmenn ýta líka undir þetta en þegar trúræknar konur vilja gera öfugt þá erum við kúgaðar... ! Jæja!

Þetta er fín ritgerð hjá mér og vil ekki taka allt plássið, vonandi svaraði ég þér kæra bloggara. 

Friður sé með ykkur.

Múslimi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:07

9 identicon

Það sem flestir vilja kannski vita, afhverju fer það svona í taugarnar á ykkur múslimunum að sumar konur, þó þær hafi verið fæddar í Íslömsku ríki, vilja vera berar um hausinn og hendur? Afhverju eru þessar konur grýttar og hýddar? 

Unnar (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 00:38

10 identicon

Það stendur ekkert í kóraninum um að konur eigi að hylja sig.

Það stendur að þeir eiga að vera klæddar hóflega, eða veit ekki hvað íslenska orðið er, en ekkert um búrku eða því um líka.

Ég hefði haldið að þú múslimi hefðir vitað það, frekar en ég .. trúleysinginn.

Að sjá konu styðja það að (sumar) konur þurfa að klæða sig í búrku því eiginmaðurinn/faðirinn/bróðirinn eða "höfuð fjölskyldunar" segir. Vissulega eru sumar konur sem vilja ganga í svona, kannski ekki skrítið þegar þær eru uppaldar við að sjá móður, ömmu eða systur í búrku/slæðu. Og læra það frá barnæsku að það er eðlilegt að hylja sig.

Mér finnst nú lágmark fyrst að konur eru margar neyddar til að ganga í svartri búrku í 50 stiga hita, að karlmennirnir eigi að gera það sama.

Þetta er jú trúarlegt.

Critic (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:15

11 identicon

Hvaðan fáið þið  fréttir af konum sem eru grýttar fyrir að vera án slæðu? Í alvörunni??? Hefur fólk sem talar svona ferðast um Múslimaheiminn til að sjá hvað gerist í alvörunni? Ég bý nú í landi þar sem meirihlutinn eru Múslimar og sé fullt af konum án slæðu og enginn kæri sig um þær.

Critic ætlar að kenna mér um hvað stendur í Kóraninum...hhmmm Lestu 24:31 þar er aðalversið um hijab. Ég nefndi áður 2 túlkanir á þessu versi,  en ekki RUGLA búrku við slæðu, það er sko ekki það sama. Ef þú lest færslu mína á undan sérðu að ástæðan fyrir því að konur hylja sig er til að hlýða Guði, ekki mönnum, það er MJÖG mikilvægt að skilja það. Það er líka nátturulegt að foreldrar kenni börnum sínum hvað er rétt og rangt, alveg eins og að líta til hliðar áður en að fara yfir götu þá kenna mæður MEÐAL ANNARS að "úniformið" kvenna er það sem Guð boðar, því Hann veit best. Karlmenn þurfa líka að hylja sig, þó ekki nákvæmlega sama svæði líkamans. Það er heldur ekki sagt að svartur sé liturinn Múslima. Rosalega sýnir það vanþekking á heim Múslima, við erum eins fjölbreyt og það gerist. Við erum s.s. með leiðbeiningar um hvað sem þarf að hylja, ef einhver vill vera í svörtu eða í öllum regnbogans litum, hverju skiptir það... 

En að lokum finnst mér að meðal-Jón og Jónína sé svolítið obsessed með klæðnaburð Múslimakvenna, en vita svo EKKERT um boð Íslam. Íslam snýst EKKI um klæðnað, heldur um hrein trú á Einn Guð, spámenn Hans og lífstíll sem kennir okkur að vera þolinmóð, auðmjúk, örlát, hjálpsöm, traust og gæti haldið áfram lengi.... ! Skiptir það ekki miklu meira málið...? 

Friður sé með ykkur.

Múslimi (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 13:31

12 Smámynd: ThoR-E

Salamalaikum Múslimi.

ThoR-E, 17.10.2009 kl. 13:34

13 Smámynd: ThoR-E

úps, ýtti á enter og þá fór athugasemdin inn.

Salamaikum Múslimi.

Það er á mörgum stöðum, sérstaklega þar sem öfgamenn ráða ríkjum eða hafa mikil áhrif. Taliban, al-qaida .. ofl, að þeir sem klæða sig ekki samkvæmt sharia. Búrka, slæða .. að þeim er refsað.

Hvort þær eru grýttar, held það nú ekki. En oft eru ýmsar árásir á konur sem klæða sig ekki "eins og á að klæða sig."

Það er staðreynd, og þú veist það líka.

ThoR-E, 17.10.2009 kl. 13:37

14 identicon

Ég ætla ekki að ræða hvað dullarfullir öfgahópar séu að gera uppi á fjöllum hinum megin við jörðina en mig langar að benda á eitt kannski ekki mikið pælt í, að ég held að það séu líka margir "hópar" (stjórnvöld, samtök og foreldrar??) sem hindra og eiginlega koma í veg fyrir að konur hylji sig af fúsum vilja og þetta gerist í Vestrulöndum og Múslimalöndum sjálfum, er það réttara? En þegar allt kemur til alls þá finnst mér mjög hæpið að fólk almennt haldi að það skilji og geti túlkað allt sem gerist í gjörólíkum menningum, oftar en ekki þarf maður að skipta um gleraugu og dæma út frá viðeigandi viðmiðum, hvort sem það á við um Ísland eða Indonesíu....

Friður sé með ykkur.

Múslimi (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 534

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband