25.11.2009 | 12:44
Að eiga fyrir daglegu brauði.
Vissulega er rétt að ekki á að svindla á kerfinu til að fá meira í sinn hlut en fólki ber. Kerfið er hinsvegar þannig að sérstaklega foreldrum er stórlega mismunað í styrkjum vegna framfærslu barna sinna, eftir því hvort fólk er í sambúð eða ekki. Rétt er að framfærsla sambúðaraðila er skv. bókinni ódýrari en einstaklinga, en börnin kosta það sama hvort sem þau búa hjá öðru foreldri en báðum. Þannig getur munað tugum þúsunda í styrki á mánuði eftir því hvort fólk skrái sig í sambúð eða ekki. Það er því auðskilið að fólk leiti allra ráða til að eiga fyrir brauðinu í börnin og sjálft sig, þó það sé flestum erfitt að svindla. Fólk sér heldur ekki persónulegan svindlþola, heldur eitthvað batteríi sem því virðist gefa og taka af almenningi eftir reglum sem virðast samdar að eigin geðþótta. Núverandi skattaaðgerðir gagnvart almenningi vegna barnaframfærslu og fæðingarorlofs, munu þó með tímanum draga úr þessu svindli, því fólk fer einfaldlega að hætta að hafa efni á því að eiga börn, og yrðu langtímaáhrif til sparnaðar jákvæð að því leiti að í fyrstu væri hægt að fækka í heilbrigðisstéttum og síðar í menntakerfinu.
Bótasvik eru mikið vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert sem réttlætir skattasvik.
Fólk sem telur sig eiga sama rétt og einstætt foreldri gleymir alltaf nokkurm staðreyndum. Það er oft á tíðum bæði í vinnu og eru bæði með sinn persónuafslátt á meðan einstæða foreldrið er bara með sín laun og sinn persónuaflsátt.
Ég setti þetta dæmi upp einu sinni fyrir hóp af fólki sem var að kvarta undan því að þeir einstæðu væru að fá svo mikið og ótrúlegt þegar persónuafslátturinn var tekin inn í var sambúðarfólkið að fá í heildina sömu tekjur á einstæða foreldrið væri þessi "auka" persónuafsláttur settur inn í mismuninn á þvi hversu háar barnabætur einstæða foreldrið fékk og sambúðarfólkið, væru sambúðarfólkið með sömu heildartekjur á ári og einstæða foreldrið.
Mismunurinn er því engin, nema jú sambúðarfólkið má eiga meira í sinni fasteign en einstæða foreldrið áður en vaxtabætur skerðast.
Það að vera í óskráðri sambúð er því ekkert nema þjófnaður og aftur þjófnaður sem bitnar á þeim sem þurfa hjálp.
Ég þekki einstæða móður sem er atvinnulaus hún er með 120þ með meðlagi eftir skatt á mánuði til að sjá fyrir sér og barni sínu. Hún verður að hafa barnið í dagvistun til að eiga rétt á atvinnuleysisbótunum og þarf að borga af húsnæðinu eins og allir aðrir. Hún hefur það skítt og ekki eru til peningar til að hjálpa fólki í hennar stöðu SVO afhverju á fólk sem bæði eru t.d. í vinnu en skrá sig ekki að fá hinar og þessar "bætur"?
A.L.F, 25.11.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.