13.11.2009 | 11:27
Engin er eyland, nema Ísland!!!
Við Íslendingar erum merkileg "fullvalda" þjóð sem þarf ekki ráðleggingar frá "fáfróðum" útlendingum sem bera ekkert skynbragð á íslenskan efnahag eða menningu, þó þeir hafi til málamynda verið ráðnir til ráðlegginga. Við erum einfær um að setja okkur á hausinn, og rétta okkur við, og höfum ekkert að gera við að læra af fordæmum frá öðrum löndum. Það væri enda hin mesta fyrra að fara í samband við önnur Evrópuríki, enda ekkert þaðan að hafa nema staðlaðar reglur og stöðugan gjaldeyri. Þó við höfum ekki mannskap nema á við smáborg í Evrópu, er hver Íslendingur þvílíkur víkingur, að við förum létt með að reka nútímasamfélag, án afskipta eða samskipta við aðrar þjóðir nema til að selja þeim það sem við viljum, á okkar kjörum. Þá er mjög sanngjarnt að við flytjum allar okkar vörur út tollfrjálst, en tollum allt sem við þurfum að flytja inn. Lifi fullvalda eylandið Ísland!!
Jóhanna ósammála Josefsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega - þetta er náttúrlag bara orðið gaman að þessu öllu saman, stanslaus skemmtun að horfa uppá þessa reynslubolta okkar í ríkisstjórninni sem hafa varla farið út fyrir bæjarmörkin í sinni sveit til að kynna sér hvað hefur verið og hvað er að gerast og hvað mun væntanlega gerast hjá sveitungum þeirra í kringum sig, þ.e. UK, EU, USA o.s.frv. ;-)
Það er akkúrat engin reynsla að hafa verið að gera samahlutinn svo lengi að þú mannst ekki eins sinni eftir því afhverju þú byrjaðir á því að gera hlutinn upphaflega og til hvers. Skv. mínum rannsóknum og reynslu er engnum hollt að vera starfandi hjá sömu stofununinni í lengur en 5 til 7 ár, á þetta ekki bara við um stjórnunarstöður, þetta á við um allar stöður og störf ;-)
Með þetta í huga er vert að lesa Að elska er að lifa eftir Gunnar Dal til að sjá hlutina í öðru ljósi.
Lifið heil og áfram Ísland;-)
Góða helgi,
AtliAtli (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.