Eðlileg regla.

Þegar fólk hefur tekið lán gegn veði í fasteign hafa lánastofnanir jafnan metið veðhæfni fasteignarinnar, og yfirleitt ekki lánað nema upp að ákveðinni prósentu af matsverðinu. Við ástand eins og er í dag þar sem lán sem voru vel innan veðhæfis eru skyndilega kominn upp fyrir í mörgum tilvikum, er ekki óeðlilegt og raunar sanngjarnt, að lánastofnunin beri einnig áhættu, en skuldarinn sitji ekki einn í súpunni. Það væri enda í hæsta máta ósanngjarnt ef skuldarinn, auk þess að glata fasteign sinni, og þeirri eign er stóð eftir í henni þegar lánið var veitt, standi uppi með umfram skuldir vegna hækkunar á lánum og og verðfalls eignar, sem skuldarinn á enga sök á og getur ekkert gert við. Aldrei þessu vant styð ég því frumvarp frá V-grænum. 
mbl.is Opnar möguleikann á að skila lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Frábært framtak hjá Lilju. Margt hefði farið öðruvísi ef bankarnir hefðu haft svona umhverfi. Þeir hefðu lánað af meiri ábyrgð. Fólk hefði þurft að sýna meiri ábyrgð í lántökum. Mikilvægt er að þetta nái til lána sem þegar eru orðin því þetta setur samningstöðu heimila í allt aðra vídd. Bankarnir þurfa að sýna sanngirni ellegar sitja þeir uppi með þúsundir íbúða. Þannig verður jafnvægi milli skuldara og fjármagnseigenda réttlátara. Ég segi það með þér að aldrei hélt ég að ég ætti eftir að viera hrifin af frumvarpi frá VG en voilá!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.11.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Umrenningur

Sæll Sigurður. Það er einn punktur í þessu sem ég á erfitt með að skilja. Af hverju í ósköpunum er þetta bráðnauðsynlega frumvarp lagt fram sem þingmannafrumvarp en ekki stjórnarfrumvarp? Hér hefði verið kjörið tækifæri fyrir félagsmálaráðherraaulann frú árna pál að reka af sér slyðruorðið og sanna í eitt skipti fyrir öll að hin svokallaða norræna félagshyggjustjórn sé í alvöru að slá skjaldborg um heimilin.

Íslandi allt.

Umrenningur, 11.11.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband