8.11.2009 | 21:18
Hið bezta mál.
Þetta er ánægjuleg frétt, og gott að sjá að trúarlegar kreddur eru mjög á undanhaldi, allavega í hinum kristna heimi. Kynhneigð fólks og kynlífslanganir eiga enda engu að skipta utan einkalífsveggja hvers og eins, svo lengi sem hinn aðilinn/arnir er fullráða og samþykkur. Verst er að "hreintrúarfólk" af flestum trúarbrögðum er þessu ósamþykkt og refsar harðlega fyrir það sem telst ekki þóknanleg kynhegðun að þeirra mati. Ég viðurkenni fúslega að ég hneigist til kvenna eins og meirihluti míns kyns, og á erfitt með að skilja hneigð til sama kyns, en virði rétt allra til þeirrar hamingjuleitar sem þeir kjósa svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Bendi loks á forsætisráðherra vorn, allavega einn yfirlögregluþjón, og einhverja presta sem samkynhneigt fólk, þar sem ég get engan veginn séð að kynhneigðin komi niður á leik eða starfi, og sjálfur hef ég getað umgengist og starfað með samkynhneigðu fólki án þess að kynhneigðin trufli, enda er það ekki fyrsta spurningin til einhvers sem maður kynnist, hvort kynið hann/hún girnist.
Lesbía vígð biskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.