Friðarverðlaun fyrirfram?

Obama er allra góðra gjalda verður, og fáir efast um góðar fyrirætlanir hans. Hann hefur hinsvegar ekki komið neinu í verk ennþá, þó hann hafi sett ýmislegt í gang. Þetta finnst mér líkjast því að láta íþróttamann fá gullið fyrirfram því hann ætlar að vinna. Væntanlega býr þó sú hugsun að baki að þrýsta á Obama um að beita sér enn harðar, en það er ekki í anda verðlaunanna, því þau á að veita fyrir þegar unnin verk en ekki fyrir góðar fyrirætlanir. Ef þær ganga eftir hjá Obama ætti hann skilið að fá þau í lok kjörtímabils, en ekki fyrirfram.
mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki komið neinu í verk? Athyglisvert, því ég bý vestanhafs og finnst hann hafa gert fullt. Spurning hvernig fréttir Íslendingar séu að fá?

linda (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Ég er sammála þér

Jafnvel þó hann hafi komið ýmsu í verk að þá er hann búinn að vera í embættinuí minna en ár. Hefði mátt geyma verðlaunin í nokkur ár.

Lilja Ingimundardóttir, 9.10.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aðalmálið í þessu sambandi er: hefur hann stuðlað að friði? Er hann búinn að draga úr hernaðarbrölti Bandaríkjamanna á erlendri grundu? (Nei, þvert á móti.) Er hann búinn að loka Guantanamo fangelsinu eins og hann lofaði? (Nei.) Hefur hann gert eitthvað til að stemma stigu við stórfelldum mannréttindabrotum Bandaríkjastjórnar á sínum eigin þegnum (Nei, lögregluríkið er ennþá við lýði.) Kommon, þessi "friðarverðlaun" eru brandari, Henry Kissinger, Shimon Peres, Yitzhak Rabin, Barack Obama, þvílíkir friðarsinnar eða þannig!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta furðulegt, en sjálfsagt þekki ég málið ekki nógu vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú Ásdís, líklega þekkirðu málið alveg nógu vel, því þetta er einmitt mjög furðulegt! Þegar ákvörðunin var tilkynnt þá mátti heyra mikinn undrunarklið meðal viðstaddra, þannig að við erum ekki ein um að þykja þetta skrýtið.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2009 kl. 14:00

6 identicon

Ég efast um góðar fyrirætlanir hans, einfaldlega vegna þess að fólk sem hefur völd notar þau yfirleitt til að koma raunverulegum fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Eins og Guðmundur bendir á er Obama ekki búinn að taka neitt skref í átt að friði og mannúðarstefnu. Hinsvegar hefur hann sent ennþá fleiri til Afghanistan og sett eitilharða heimsvaldasinna í enn valdameiri embætti en þeir gegndu áður.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband