1.10.2009 | 17:16
Náðarhöggið!!
Mér sýnist ljóst að þessar miklu skattahækkanir eru náðarhöggið fyrir marga. Þannig virðist mér að lækkun afborgana lána sé tekin beint til baka með þessari hækkun, og fjármálastaða margra gerð enn verri en hún var. Manni dettur jafnvel í hug að þessi afborganalækkun sem er á döfinni sé hugsuð til þess að fólk geti borgað meira í skatta!, en þar er ég náttúrulega að gera stjórnvöldum rangt til, því auðvitað er það fólki léttbærara að borga ríkinu en bönkunum, með því að borga minna til bankanna en meira til ríkisins og í heildina meira en áður.
Reikna með 87 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert með hlutina á kolröngum stöðum og staðreyndarvillurnar í bullinu í þér eru óteljandi en til að leiðrétta grundvallar misskilning þinn í snarhasti að þá var þjóðinni veitt náðarhöggið þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gáfu flokkseigendafélögum stjórnmálaflokka sinna ríkisbankana (m.ö.o. einkavinavæddu þá með ríkisábyrgð).
Það sem er að gerast núna eru bara björgunaraðgerðir þeirra sem fengu viðbjóðinn í hendurnar að lokum.
Andspilling, 1.10.2009 kl. 17:29
Upphafið af öllum skítnum var þegar fáum útvöldum voru færðar auðlindir sjávar
á silfurfati.
axel (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 18:01
Rétt axel, en í sögulegu samhenig er það forleikurinn frekar en upphafið sem er gjöf hinna vel settu ríkisbanka í hendur mafósa og glæpamanna sem földu sig á bak við hugtakið "frjálshyggja".
Andspilling, 1.10.2009 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.