1.10.2009 | 08:57
Sumarhúsaþorp
Tek undir með Filippusi, því sama þróun hefur verið að gerast hér, þ.e., þéttbýlisbúar hafa undanfarin 10-15 ár verið í auknum mæli að kaupa hús í gamalgrónum þorpum sem og jarðir á vinsælum landssvæðum. Vissulega er þetta af hinu góða í hæfilegum mæli og viðheldur tengslum þéttbýlis og dreifbýlis. Ókostirnir eru hinsvegar að eignirnar nýtast ekki heimamönnum og ég veit dæmi um þorp sem standa hálftóm yfir vetrartímann og erfitt er fyrir fólk er hyggur á fasta búsetu að fá húsnæði. Þá eru góðar bújarðir ónýttar þó skortur sé á jarðnæði. Loks greiðir þetta fólk ekki aðra skatta í viðkomandi sveitarfélagi en fasteignagjöldin. Sýnist mér að í þessum efnum eins og öðrum sé meðalhófið best, og sp. hvort ekki eigi að setja hámarksprósentu á það hve margar eignir má flokka sem "sumarbústaði/jarðir" í hverju sveitarfélagi.
Finnst allt of margt fólk í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.