Skelfilegt ástand.

þetta er orðið skelfilegt ástand í þjóðfélaginu þegar fólk hefur ekki einu sinni efni á að kaupa skólavörur fyrir börnin. Sem betur fer er fólk orðið viljugra til að þiggja aðstoð en var áður, en þau eru þung sporin og til þess fallin að brjóta fólk endanlega niður. Ég tel rétt að skólarnir (ríkið, sem erum við öll) úthluti þeim skólavörum sem þarf, börnum að kostnaðarlausu. Einhver kostnaðaraukning yrði að sjálfssögðu, sem legðist á skattgreiðendur, en ég held að flestir væru sáttir við þessa notkun á sköttum sínum, og þeir sem þurfa aðstoð við þetta í dag gætu gengið eitthvað uppréttari fyrir vikið.  
mbl.is Skólabörn studd til náms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið er ekki fólkið í landinu og reynd þú eins og allir aðrir að skilja það! Ríkið er eingöngu sitt eigið einokunarfyrirtæki sem tekur peninga af allri þjóðinni til að kosta það sem þau gera. Margt af þessu fólki á að eiga fullan rétt á því að ekki borga fyrir eitthvað sem þau nota ekki og eins og til dæmis þetta með skólavörur það ætti aldrei að vera stjórnað af ríkinu heldur að sjálfsögðu hjálparstofnunum sem vinna sjálfstætt við það að minnsta kosti REYNA að hjálpa fólki sem á bágt með eitthvað.

hfinity (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Þú ert að nota þrönga merkingu á ríkinu, þe. að það standi eingöngu fyrir stjórnvöld, (stundum einnig notað um áf.versl.). Almenn merking sett fram á einfaldan hátt, er hinsvegar að ríki sé samfélag fólks, sem hefur sömu lög og sömu stjórnvöld, og býr á skýrt afmörkuðu landsvæði. 

Sigurður Gunnarsson, 27.8.2009 kl. 10:23

3 identicon

Þetta er ekki þröng meking heldur raunhæf og 100% áreiðanleg. Fyrirtæki, stjórnuð af einkaaðilum, geta sjálf séð um svona mál og það miklu betur en ríki sem þarf að hugsa um miklu fleira en eitt í einu. Það eru bara sumir hlutir sem koma ríkinu EKKERT við eins og til dæmis það sem þú ert að bjóða fram og ríkisútvarps skatturinn og margt fleira!

Það eina sem ríki þarf að sjá um eru lög og regla.

hfinity (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband