Seðlabankastjóri með viti ?

Vonandi erum við nú komin með mann í seðlabankastjórastólinn sem sér að hið himinháa vaxtastig er að sliga bæði atvinnulífið og almenning. Auk þess sem hin sveiflukennda króna okkar viðheldur verulegu óöryggi í öllu viðskiptalífi. Ég held einnig að flestir hugsandi menn geri sér grein fyrir að hvortveggja framangreint, burtséð frá ICESAVE og öðru, heldur aftur af nýsköpun og framþróun í atvinnulífinu, og setur bæði fyrirtæki og almenning á hausinn, og viðheldur og jafnvel eykur atvinnuleysi. Vona að nú verði farið að dæmi annarra vestrænna ríkja og vextir lækkaðir í sama stig og þar, og fjárhagsleg innspýting sett í atvinnulífið, þá ætti að vera von til að ástandið fari að lagast sbr., Þýskaland, Japan, Frakkland ofl., ríki. Auðlindirnar skortir okkur ekki, en aðilar verða að hafa aðgang að fjármagni á eðlilegum vaxtakjörum til að geta nýtt þær og skapað arð fyrir þjóðfélagið. 

Es. Ég er ekki að tala um samskonar "furðulán" og margir útrásarvíkingar fengu, heldur eðlileg nýsköpunar og rektrarlán.


mbl.is Krónan of lágt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi! er það rétt.  Hins vegar er hér gamalt vín á "gömlum" belg,  um mann að ræða sem um áratugi var handbendi gömlu bankastjóranna.  Því er það ekki víst að neinir ferskir vindar blási í seðlabankanum.

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband