Hrunfólk ?

Ekki átta ég mig á því hverjir tilheyra þessum hópi, því grundvöllur skaðabótaskyldu er að menn geti séð fyrir  það tjón sem athafnir þess eða athafnaleysi kann að valda. Áhættutaka er yfirleitt ekki sk.bótaskyld, nema hún sé fyrirsjáanlega fáránleg og líkleg til að valda öðrum tjóni. Þannig efast ég um að td., Björgúlfur eldri hafi séð fyrir að hann yrði gjaldþrota vegna rangra ákvarðana. Rangar ákvarðanir eru teknar einhverntímann af öllum og nær alltaf í góðri trú um að þær hafi verið réttar. Ég get því ekki ímyndað mér að hægt sé að lögsækja marga einstaklinga í skaðabótamáli. Hinsvegar tek ég undir með þorra þjóðarinnar að fjármálastofnanir voru að taka óeðlilega mikla áhættu, og hygla stjórnendum óhæfilega, sp., hvort þar væri ekki helsti refsi/bótagrunnurinn. Eftirá skilur maður heldur ekki hvað stofnunum var hleypt langt, og er ég ekki saklaus af því frekar en aðrir að hafa trúað stjórnendum og stj.málamönnum um að allt væri í himnalagi. 
mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fólk ættað úr Hrunamannahreppi, gæti hrunið í þann fjanda að  afneita uppruna sínum.

"Hrunfólk"  fáránlegur bastarður þetta orð.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.8.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Tek fram að ég er Hrunamaður í Hrunamannahreppi, en tel mig eða aðra Hrunamenn ekki í hópi "Hrunfólks". Annað orð væri vissulega heppilegra og óska ég eftir uppástungum.

Sigurður Gunnarsson, 25.8.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Agla

Væri ekki tilvalið að senda fjölmðlafólk á endurhæfingarnámskeið i íslensku annað slagið? .Kannski gæti Eiður Guðnason samið námsskrána?

Er ekki  eitthvert blaðamannafélag  starfandi  á landinu? Gætu þeir ekki samið íslenskupróf sem umsækjendur  þyrftu að standast til að fá "starfsréttindi"?

Agla, 25.8.2009 kl. 21:06

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Á sömuleiðis ættir að rekja í Hrunamannahreppinn, þess vegna hef ég áhyggjur af þessu orðskrípi.

 "Fjárglæframenn"  Gróðrapungar (kvk. mætti líka nota þegar þar á við), Geimverur frá Græðgishnetti.  Hins vegar þarf þetta orð í tengslum við fréttina líka að ná yfir þá sem gerðu sig seka um stórkostlegt andleysi, andlega leti, og starfsafglöp, án þess að vera endilega gróðrapungar. 

"Opinberir afglapar" myndi prýðilega þekja þennan hóp.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.8.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 661

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband