23.8.2009 | 18:58
Óþolandi hátterni.
Það er alveg sama hvað viðkomandi hefur gert af sér og hvað maður er reiður, og þó reiðin sé réttlætanleg í þessu tilviki, þá eru eignaspjöll á eigum viðkomandi óafsakanleg. Ef mönnum finnast þau réttlætanleg þá er orðið stutt í að réttlæta líkamsárásir á þá sem reiðinni valda. Ég held að enginn vilji löglaust samfélag þar sem menn hefna sín beint á þeim sem hafa valdið þeim reiði. Bendi á að þannig féll Íslenska þjóðveldið, þ.e. það vantaði frkvvald til að framfylgja dómum, NB. dómum en ekki hefnd án dóms. Ég endurtek að það er óþolandi ef menn ætla sjálfir að gerast bæði dómarar og böðlar, sama hvað gert hefur verið á þeirra hlut.
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu. Það er svo ótrúlegt að sjá fullorðið fólk hér á moggabloggi mæra svona gjörning. Siðmenntað fólk hagar sér ekki svona, reiðin er skiljanleg en við búum ennþá í siðmenntuðu samfélagi.
Baldur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 20:12
Sammála. Mér finnst líka eins og yfirvöld taki þessu af of mikilli léttúð. Þetta er grafalvarlegt mál og verður að stoppa. Þessir einstaklingar eiga bara eftir að færa sig uppá skaftið. Það er sýnir reynslan.
Baldur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 22:57
Samfelagið er nú þegar löglaust þótt ólög ríki. Afhverju var þessi bíll ekki gerður upptækur, í stað þess að skemma þjóðareign í vörslu Bjögga litla?
Þorri Almennings Forni Loftski, 24.8.2009 kl. 03:38
Þið sem eruð að tuða. Af hverju röflið þið ekki frekar yfir því að gjaldþrota auðjöfur sé akandi um á flottum hömmer. Það væri löngu búið að taka hann af ykkur ef þið væruð gjaldþrota.
Óli (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.