Vonandi lifir Bónus

Þessi frétt vekur hjá mér ugg um að Bónus verslanirnar séu í hættu að dragast inn í hrun eigendanna á öðrum sviðum. Það er slæmt því ég held að það sé óumdeilt að stofnun Bónus hafi verið ein besta kjarabót sem almenningur hefur fengið. Því þar var í fyrsta skipti komin alvöru lágvöruverðsverslun, og hefur Bónus enda haldið uppi virkri verðsamkeppni við aðrar svipaðar sem síðar hafa komið til td., Krónan. Hræddur er ég um að hugsanlegir nýjir eigendur reyni að kreista meira útúr verslununum með hærra vöruverði, og erfitt held ég að verði að fá betri rekstraraðila á þessu sviði en þá Bónusfeðga, þó sonurinn hafi sýnt sig allmistækan á öðrum viðskiptasviðum. Vonandi heldur Bónus áfram á sama hátt og hingað til, og bjóði okkur lægsta landsins verð á þeim vörum er þeir hafa til sölu.
mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég á bara ekki til orð vegna þessarar færslu eftir það sem á undan er gengið!

Ertu að halda vernd yfir því fólki, sem lagt hefur íslenskt efnahagslíf í rúst og hefur okrað á okkur - kannski aðeins minna en aðrir - í 20 ár?

Hversvegna í ósköpunum er fólk ennþá með það í hausnum að Jóhannes og Jón Ásgeir hafi stofnað Bónus sem einhverskonar Mæðrastyrksvernd?

Þessi heilaþvottur Baugsmiðlanna hefur svo virkað að helmingur þjóðarinnar þjáist enn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.8.2009 kl. 09:14

2 identicon

það er rétt að Baugsfeðgar hafa hagað sér eins og svín sérstaklega sá yngri og það er óafsakanlegt, því er hins vegar ekki hægt að neita að Bónus hefur verið virkt í því að halda uppi verðsamkeppni og oft boðið lægsta verðið og það er það sem skiptir máli fyrir almenning. Ég held að við sem búum á svæði þar sem einokun á sér stað finni mest fyrir þessu því maður gerir sér ferð í næsta kaupstað til að versla í lágvöruverslun. vonum bara að nýjir eigendu verði á sömu bylgjulengd hvað varðar verð en ekki siðferði í öðru viðskiptalegu samhengi

Gunna (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:04

3 identicon

Það er óskandi að þessir d...sokkar fái að fara yfirum eins og litli maðurinn er látinn fara vegna smáskulda sem hann getur ekki greitt. 

Hvort að verslunirnar koma til með að heita Bónus, Tjónus eða eitthvað annað, þá er engin hætta á öðru að hvernig sem fyrirtækinu verður skipt upp, að þá komi upp í heilbriggðu samkeppnisumhverfi mun betri verslanir með lægri verð. 

Fyrirtæki Haga (Baugs) sem hefur einhver 70% markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu á dagvörumarkaði, og 60% landsvísu, stjórnar verðlaginu hjá samkeppnisaðilum eins og því hentar og getur haldið því eins háu og þeim sýnist. 

Þeir eru líka með enn hærri markaðshlutdeild sem byrgjar. 

Við skulum ekki gleyma að í árdaga Bónusveldisins, þá hríndi Jóhannes aðalgrís ógurlega í fjölmiðlum, vegna hversu ósanngjörn samkeppnisstaða hans væri gagnvart Hagkaupum, vegna 11% markaðshlutdeildar "stórveldisins" sem hann kallaði "tilræði við þjóðina". 

Farið hefur fé betra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:58

4 identicon

Það virðist ennþá vera til fólk sem fellur fyrir þessum blekkingarleik sem Bónusveldið er búin að beita árum saman.

,, Vonandi heldur Bónus áfram á sama hátt og hingað til'',

já með því að þvinga heildsalana að gefa sér afslátt og þannig hindra þá í að veita öðrum verslunum jafnmikinn afslátt og kæfa alla samkeppni- enginn getur og má fara lægra í verði en þeir (hef orðið vitni að þessu sjálfur). Þeir rústuðu kaupmanninum á horninu, hafa sett fjölmörg fleiri fyrirtæki á hausinn (ekki síst verslanir í heimabyggð í bæjarfélögum á landsbyggðinni). Auk þess borga þeir fólki skítalaun og með drottnunarveldi sínu halda þeir að allir elski þá. Ég græt það ekki ef þetta veldi fer yfir um. Er sammála því sem fram hefur komið hér. Farið hefur fé betra.

Kalli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:20

5 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Ekki var það ætlun mín að verja fjármálamistök og stundum bruðl, eigenda Bónuss, og fyritækja þeim tengdum. Þó ég noti ekki jafn hástemmd lýsingarorð og margir aðrir. Hinsvegar finnst mér rétt að menn njóti sannmælis þar sem vel er gert. Með bloggi mínu hafði ég eingöngu í huga þá von, að Bónus bjóði áfram sem lægst vöruverð, burtséð frá rekstraraðila. Þá frábið ég mér þessi perslegu skot sem koma fram í athsemdum, enda þar verið að gera mér upp skoðanir sem ég hef ekki. 

Sigurður Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 11:43

6 identicon

Þetta er því miður skoðun margra, en að mínu mati ekki mjög sterk röksemdarfærsla.

Ef þú flettir af verðmiðanum í Bónus, þá færuð annan undir og verð sem er mun hærra. Risa bakreikning, sem er stór hluti af hruninu sem við og afkomendur þurfum að berjast við að greiða næstu áratugina. 

Bakreikning fyrir td. snekkjum, einkaþotum, skíðaskálum, þyrlum, tugum lúxsusbíla, Gumbal 3000 kappakstur í kringum heiminn, einni dýrustu íbúð New York og risa bankareikningum í Tortolaeyjum og hvað þær nefnast allar?  Sé fátt eitt talið upp.

Mörg okkar komum aldrei til með að geta borgað þessa bakreikninga í Bónus, og þurfum jafnvel að flýja land, eins og td. var raunin í Færeyjum, þar sem 12% þjóðarinnar fór, í mun minni kreppu en hér.  Og það sem var verst, að 35% þeirra voru 20 - 35 ára og jafnframt menntaðasta og gengur hreint afleitlega að fá til baka. 

Þú verður að hafa þína hentisemi hvort að þú metur meir að fá kjötfarsið með 10% afslætti og 1 kr. ódýrari á hvern hlut en á öðrum stöðum, og það skiptir þig og þínum meira, en hagsmunir heildarinnar.  Íslensku þjóðarinnar.  Það er svosem lítið um það að segja.  Við erum sum sem skoðum heildarmyndina eins og hún blasir við okkur, og viðrum skoðanir út frá henni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband