Er þörf á bólusetningu?

Miðað við þessar fréttir af hraðri útbreiðslu svínaflensu, verður hún komin í hámark áður en væntanlegt bóluefni kemur einhvern tíma í september. Miðað við að hún virðist ekki leggjast þyngra á fólk en venjuleg flensa, leyfi ég mér að varpa því fram að stjórnvöld afpanti bóluefnið og spari með því umtalsverða fjármuni, sem gætu örugglega nýst betur en að bólusetja þegar sýkt fólk.
mbl.is Ör fjölgun inflúensutilfella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bylgja númer 2 kemur trúlega í október og þá, ........vil helst ekki hugsa frekar um það.

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 16:06

2 identicon

Þar af auki má nefna að bóluefnið getur haft verri áhrif á einstakling ef eitthvað.

Jón (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

ha? verð einhverstaðar að svara þessu ,,Þar af auki má nefna að bóluefnið getur haft verri áhrif á einstakling ef eitthvað''   ???

ég hélt að fávitahreyfingin í bandaríkjunum sem er farinn að mótmæla bóluefnum útaf tengsl við einhverfu í börnum :S  hefði ekki náð rótum á Íslandi, enn býst við að þú hafir verið að meina að veikt fólk (mjööööög veikt fólk) getur veikst af bólusetningu í sumum tilfellum, enn það gildir engan vegin um allar bólusetningar. 

Það gildir þó um bólusetningar gagnvart bólusótt... þar sem þá eru menn ekki sprautaðir með lömuðum bólusóttar-veirum, heldur kúabólu, sem er skyldur sjúkdómur enn þó mun vægari. 

Engin hætta á að við þurfum þó að ganga í gegnum það, enda er búið að útrýma bólusótt í heiminum, fyrir utan ef marka má nokkra gamla sovíeska vísindamenn stökkbreytt afbrigði sem eiga víst að vera ónæmar gagnvart gamla bóluefninu. 
Þess má til gamans geta að stór hluti birgðanna af þessari stökkbreyttu bólusótt hvarf við hrun sovíetríkjanna, líklegast seldur enn ekki er enn vitað hver keypti það. 

Annars til að svara upprunalega blogginu, þá verð ég að segja að bóluefni fyrir 150.000 manns er frekar hátt yfir markið skotið, enda þarf einungis lítill hluti þjóðarinnar þetta bóluefni, sem verður því miður komið of seint til að hægt sé að gera eitthvað af viti. 

Arngrímur Stefánsson, 21.8.2009 kl. 01:18

4 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Arngrímur, það er akkurat lokamálsgrein þín sem kemur með þá hugsun sem ég er með, þe., það er óþarfi að eyða miklu fé í að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofaní. Eflaust þarf eitthvað bóluefni, en allsekki það magn sem pantað hefur verið. Þá tek ég fram að ég er allsekki á móti bólusetningum þar sem þær eiga við.

Sigurður Gunnarsson, 21.8.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband