20.8.2009 | 14:53
Ameríkaninn er miskunnarlaus.
Hinn "sannkristni" Ameríkani sýnir það enn og aftur að honum hefur aldrei verið kennt nýja testamentið. Mannúðarsjónarmið virðast ekki vera til í hans orðabók og lögmál gamla testamentisins "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" það sem gildir. Þeir eru enda eina þjóðin sem tilheyrir hinum vestræna heimi sem stundar dauðarefsingar. Þá eru þeir það forhertir skv. fréttum að þeir lífláta jafnvel andlega vanheilt og/eða þroskaheft fólk. Það er Bretum til mikils sóma að hlusta ekki á þá og sleppa dauðvona manni, svo hann geti dáið á heimaslóðum, þó að hann hafi framið hryllilegan glæp, enda verður ekki séð hvað það hjálpar ættingjum fórnarlamba að hann deyi á fangelsissjúkrahúsi, frekar en sjúkrahúsi á heimaslóðum.
Lýsa yfir vonbrigðum með lausn al-Megrahi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að deyja á heimaslóðum eru forréttindi sem fjöldamorðingjar eiga ekki að hafa.
Geiri (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.