Bandaríki norðursins

Ef ég skil norskuna rétt virðist hugmyndin ganga út á svipað stjórnskipulag og USA, þe., tvö sjálfstæð ríki um innri málefni, en samstæð út á við. Með sameiginlegan þjóðhöfðingja (Kóng eða forseta, persl. finnst mér flottara að hafa kóng/drottningu) yfirstjórn og æðsta dómstól. Einnig væru sameiginlegar stofnanir um þau málefni sem vörðuðu bæði ríkin, td. varnir, landamæragæslu og td. afbrot er næðu til beggja landa. Ekki sé ég fyrir mér að þetta geti gengið upp með annan aðilann svo miklu sterkari en hinn. Hugmyndin er hinsvegar góðra gjalda verð. 
mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Með annan aðilann sterkari en hinn" ?

Við myndum að sjálfsögðu bjóða Færeyingum og Grænlendingum til samstarf líka. Það myndi svo hreyfa við Skotum, en yfir 40% þeirra eru fylgjandi því að lýsa yfir sjálfstæði og slíta tengslin við Bretland. Fá svo Vestur-Ísland með í spilið og þá er komið: "Scanadanavia". Þessi ríki eiga miklu meira sameiginlegt en með Evrópusambandsríkjum meginlandsins, og "Norðurbandalagið" yrði öflugt mótvægi við ásælni ESB til auðlinda á norðurslóðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Þetta er mun skemmtilegri hugmynd, þó V-Ísland yrði erfitt, því þar er yfir landamæri að fara. Hin mynda hinsvegar hring um N-Atlantshaf og ekkert sem mælir á móti bandalagi landfræðilega.

Sigurður Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við yrðum afæturnar

Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 18:26

4 identicon

Þetta er bara djók. Það er hlægilegt að einhverjir sem kalla sig "fullveldissinna" haldi þessari hugmynd á lofti. Ísland sem viðhengi við fimmtánfalt fjölmennari þjóð yrði mun ósjálfstæðara en í fjölhliða bandalagi með 27 öðrum fullvalda ríkjum. Við deilum heldur ekki hagsmunum Norðmanna, það er bara kjaftæði. Þeir eru þvert á móti sú þjóð sem við þurfum að passa okkur sem mest á.

Geir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir: fjölþjóðlegt samstarf í einhverri mynd er líklega óhjákvæmilegt í framtíðinni, og það getur alveg átt sér stað á forsendum fullveldis. Ég yrði hinsvegar ekki hlynntur þessari hugmynd ef við værum bara að tala um annað sambandsríki á borð við ESB eða USA, en ef það væri á jafnréttisgrundvelli finnst mér hugmyndin góð vegna þess að hagsmunir þessara ríkja eru svipaðir. Ísland á miklu meira sameiginlegt með hinum ríkjunum við N-Atlantshaf heldur en t.d. með Ítalíu eða ríkjunum á Balkanskaga. Ég skil ekki hvers vegna þú telur að við þurfum að "passa" okkur svona mikð á Norðmönnum, ég hef komið til Noregs tvisvar og kynnst mörgum nojurum, fannst þeir vera hin mestu meinleysisgrey. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég frekar vilja verða innlimaður í Noreg en Evrópusambandið.

Svo að það séu á hreinu þá er ég alfarið á móti öllum hugmyndum um aðild að einhverskonar ríkjasambandi sem fæli í sér afsal sjálfsákvörðunarréttar, hinsvegar er ég mjög hlynntur milliríkjasamstarfi sé það á forsendum sjálfsákvörðunarréttar hverrar þjóðar. Í því liggur munurinn á fullveldissinna og einangrunarsinna (sem ég er alls ekki).

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 02:08

6 identicon

Já hefurðu komið til Noregs? Ég hef líka komið til sjö Evrópusambandslanda og hitt indæl meinleysisgrey, málið snýst ekki um það. ESB er samstarf á forsendum fullveldis og ef þú heldur eitthvað annað þá einfaldlega veist þú ekkert um neitt.

Geir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband