19.8.2009 | 12:16
Harðindi hjá krimmum
Kreppan hefur að sjálfssögðu slæm áhrif á krimmana, sem flestir eru einnig fíklar að einhverjum efnum, og þurfa að fjármagna fíkn sína. Fyrir kreppu komust margir þeirra í íhlaupavinnu og gátu fjármagnað sig þannig, en nú er sá möguleiki úr sögunni. Lögregla reynir að sjálfssögðu sitt besta, en það er ekki nóg að upplýsa mál og dæma menn, ef ekki er pláss til afplánunar nema afbrotið sé því alvarlega. Þeim virðist því fjölga dæmdum mönnum á götunum sem fá ekki "inni" í fangelsi, þurfa fé til vímuefnakaupa og hafa ekki aðrar "fjáröflunarleiðir" en afbrot. Einhvernveginn verður að lagfæra ástand fangelsismála og auka meðferðarstarfið þar inni, því það er mun ódýrara til langframa heldur en að hafa þessa ræfla í umferð, endalaust brjótandi af sér, en þetta er flestallt ágætisfólk sem þarf aðstoð við að losna við fíknidrauginn sem sviptir það vitinu þegar hann sækir að.
Þjófnuðum fjölgar um 36% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.