19.8.2009 | 09:51
Fjöldaflótti að bresta á!!
Hræddur er ég um að þetta sé bara smjörþefurinn af því sem koma skal ef ekki á að koma til móts við skuldugan og í alltof mörgum tilvikum skuldugan almenning. Þau úrræði sem hefur verið boðið uppá hingað til , þ.e., frysting og lenging lána, líkist einna helst því að pissa í skóinn, hlýjar augnablik en veldur síðan enn verra ástandi. Það verður að koma betur á móts við fólk ef ekki á að missa þá úr landi sem sjá betri lífsgrundvöll erlendis, fólk sem sér fram á að vera að missa allt sitt hér og sitja samt áfram í skuldafjötrum. Það er enda engin hemja að lánardrottnar taki ekkert af 100% hækkun gengistryggðra lána á sig, heldur ætli lántaka að taka hana á sig alla en sitja sjálfir tjónlausir eftir. Lánastofnanir verja sig reyndar með því að segjast hafa varað lántakendur við gengisáhættu, en gleyma að nefna að í flestum tilvikum hvöttu þær sjálfar til slíkrar lántöku, því krónan væri "traust" og vextir miklu lægri. Ég tel það það sanngirniskröfu að lánastofnanir taki á sig amk. 50% af gengisáhættunni sem þær voru vel meðvitaðar um, og hvet hið háa Alþingi til að setja lög er tryggi það, bæði á þau lán sem fyrir eru og eins ef svo ólíklega vill til að almenningi bjóðist aftur að taka gengistryggð lán í vonandi væntanlegu betra tíðarfari.
Loks verður að fara að lækka vexti svo fólk og fyrirtæki geti staðið undir afborgunum, og einhverjir aðilar treysti sér í fjárfrekar atvinnuskapandi framkvæmdir að nýju.
Íbúum á Íslandi hefur fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað segir þetta þér:
„Milli 1. júlí 2008 og 1. júlí 2009 fjölgaði íbúum í öllum landshlutum, að frátöldu Austurlandi (-8,2%) og Vesturlandi (-0,6%). [...] Á höfuðborgarsvæðinu búa nú 63,1% þjóðarinnar og fjölgaði íbúum þar milli ára um 629 “ (leturbr. mínar)
Þetta er ekki hámenntað fólk úr 101 sem veldur fólksfækkun með flótta sínum. Ennþá a.m.k.
Arndís (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:58
Erlenda vinnuaflið er að fara úr landi í stórum stíl... það er mesti áhrifavaldurinn ... þess vegna er þetta mest áberandi á Austurlandi þar sem stórframkvæmdum lauk fyrri hluta síðasta árs..
Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2009 kl. 10:05
Arndís: Þessar tölur segja ekki alla söguna um búferlaflutninga vegna þess að áhrif náttúrulegrar fjölgunar þjóðarinnar (fæddir umfram dána) skekkja myndina, t.d. jafngildir fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu í raun því að mikill brottflutningur hafi orðið af svæðinu miðað við það sem við þekkjum frá síðustu árum. Það verða birtar tölur um búferlaflutninga á föstudaginn og verða eflaust fróðlegar.
B (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:10
Það vantaði inn í þetta hjá mér:
"...t.d. jafngildir 0,3% fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu..."
B (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:11
Meinleg innsláttarvilla, standa átti: "ef ekki á að koma til móts við skuldugan og í alltof mörgum tilvikum atvinnulausan almenning."
Sigurður Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.