18.8.2009 | 15:12
Gengishrunið er lagt á almenning.
Það er eðlilegt að fólk sé ósátt við lánastofnanir og tregt til greiðslna. Það er enda engin hemja að lánardrottnar taki ekkert af 100% hækkun gengistryggðra lána á sig, heldur ætli lántaka að taka hana á sig alla en sitja sjálfir tjónlausir eftir. Lánastofnanir verja sig reyndar með því að segjast hafa varað lántakendur við gengisáhættu, en gleyma að nefna að í flestum tilvikum hvöttu þær sjálfar til slíkrar lántöku, því krónan væri "traust" og vextir miklu lægri. Ég tel það það sanngirniskröfu að lánastofnanir taki á sig amk. 50% af gengisáhættunni sem þær voru vel meðvitaðar um, og hvet hið háa Alþingi til að setja lög er tryggi það, bæði á þau lán sem fyrir eru og eins ef svo ólíklega vill til að almenningi bjóðist aftur að taka gengistryggð lán í vonandi væntanlegu betra tíðarfari.
Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Manni finnst líka blóðugt að horfa uppá í hvað þessar greiðslur fara
Þeir fáu yfirmenn sem hættu hjá bönkunum eru núna á enn betri launum hjá skilanefndunum
Nískur (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:24
Tek undir þetta.
Almenningur á ekki að þurfa að taka á sig allt tap vegna hrunsins, en þeir sem jafnvel áttu stóran hlut í hruninu sleppa án taps v/ húsnæðislána.
Þarna er verið að ræna fólkið í landinu og ríkisstjórnin gerir ekkert ...
skjaldborg um heimilin ??
góður þessi!
ThoR-E, 18.8.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.