"Kristin Sharialög"

Stefnir í það hjá þeim helmingi Bandaríkjamanna sem virðast þjást af ofsatrú að eingöngu verði farið að kenna biblíuna, svipað og ofsatrúaðir múslimar kenna eingöngu kóraninn. Löggjöf verði byggð á gamla testamenntinu og refsingar í samræmi við það, sem eru í raun þær sömu og skv. Sharia. Væri með því farið aftur í ástandið eins og það var verst fyrr á tíð þegar alræði kirkjunnar var nær algjört. "Guð" forði því að þessi þróun haldi áfram, ofstæki er alltaf slæmt sama hvernig það birtist. Maður sem sem hefur fundið "sannleikann" er hættulegur maður því hann er ófær um að skilja skoðanir og trú annarra.
mbl.is Skylt að kenna biblíufræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna eru reyndar Bandaríkjamenn að færa sig nær okkur Evrópubúum þar sem kristin fræði hafa verið lengi kennd.

Kristnir bókstafstrúarmenn og trúleysingjar vilja alls ekki að trúarbrögð séu kennd innan skólanna.

Davíð (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:25

2 identicon

Ég þakka Guði fyrir að vera ótrúaður:) Trúarbrögð eru móðgun við hugsandi fólk.

Kristján (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Baldur Blöndal

Það er auðvitað ekkert að það að kenna um trúarbrögð í skólum á sama hátt og kennt er um nasisma, sögu og landafræði- þ.e. algjörlega fræðilega.

En þegar almenningsskólar eru að kenna sérstaka kúrsa um Biblíuna þá byrjar þetta að hljóma eins og stefna öfgatrúaðra í Bandaríkjunum að fá trúarbröð inn í skóla- þeir segja að þetta sé ekki til að fá krakkana til að trúa því sem stendur í Biblíunni og að þetta sé vegna þess að Biblían hefur haft mikil áhrif á sögu Bandaríkjanna- en það eru margir hlutir sem hafa haft meiri áhrif á söguna en ekki eru kenndir sérstakir kúrsar um þá hluti!

Baldur Blöndal, 17.8.2009 kl. 17:56

4 identicon

Kristnir bókstafstrúarmenn vilja að biblían sé kennd sem vísindi - eða þá að vísindi séu kennd sem trúarbrögð.

Þetta er í raun skelfileg þróun. Fólk sem játar ekki trú á guð er a mörgum stöðum í Bandaríkjunum ofsótt. Kristnir bókstafstrúarmenn hatast út í marga hluti. T.d. samkynhneigða, múslíma, fóstureyðingar og margt fleira. En mest af öllu hatast þeir út í trúleysingja.

Ótrúlegt er að á sama tíma segist þetta fólk hafa hinn mjög svo umburðarlynda Jesú Krist í hjarta sínu.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 18:13

5 Smámynd: Baldur Blöndal

Það er nú vitað mál að flestir sem eru bókstafstrúarmenn fylgja ekki Biblíunni í öllu, enda eru margir hverjir fylgjandi stríðinu í Írak þar sem Bandarískir hermenn hafa drepa börn og óbreytta borgara.

Sá sem fattar boðorðið sem er verið að brjóta þarna fær sælgæti.

Baldur Blöndal, 17.8.2009 kl. 18:37

6 identicon

Þegar ég var í grunnskóla hér á Íslandi, á áttunda og níunda áratug sl. aldar, þá var okkur kennd "kristinfræði" tvisvar í viku, árum saman.  Þegar við vorum orðin vandlega fermd var svo eytt einum mánuði í að fara yfir islam, gyðingdóm, búddisma og hindúisma.  Ef það er ekki búið að breyta þessu þá ættum við kannski að losa okkur við bjálkann áður en við skömmumst yfir flísinni í Texas.

Dagur (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:08

7 identicon

En hvað er að því að kenna kristinfræði í skólum?

Bjössi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:10

8 identicon

Kristján,

  Einhvern veginn finnst mér frekar þú vera vera móðgun við hugsandi fólk

Ragnar, 

     Eina hatrið sem ég sé í fljótu bragði er í þér!

Jóhannes (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:13

9 identicon

Það sorglegasta er að í raun eru Texasbúar aðeins að klifra upp á sama stall og við Íslendingar lifum á. Það eru margir Bandaríkjamenn mjög ósáttir með að bænir séu bannaðar í almenningsskólum enda lítur talsverður hluti þjóðarinnar svo á að þjóðin sé kristin á svipaðan hátt og stjórnvöld í Sádi-Arabíu líta á sitt land sem múslímskt land. Í bókinni What do billion muslims really think? sem byggð er á stærstu Gallup könnun sem gerð hefur verið meðal múslima kemur t.d. í ljós að stærri hluti Ameríkana vill að löggjöfin sé byggð á biblíunni heldur en nokkur þjóð vill að löggjöfin sé byggð á Kóraninu.

 Annars er ég sammála Degi, við skulum fyrst berjast fyrir því að hætt sé að kenna Kristinfræði í skólum áður en við skömmumst út í trúarofstækismenn í Texas. Hvaða vald er það sem kemur í veg fyrir að þeirri kennslu sé hætt? Það virðist sem meirihluti jafnt þjóðar sem þings sé afnámi fylgjandi.

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 21:33

10 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Það eru greinilega ýmsar og sterkar skoðanir á þessu máli. Boðskapur minn var nú aðallega að koma á framfæri þeirri skoðun minni að ofstæki og einsýni væri ekki af hinu góða. Í öllum trúarbrögðum má finna eitthvað gott, og geta má þess að í raun trúa kristnir, múslimar og gyðingar og allar undirdeildir á sama guðinn en bara á mismunandi hátt. Hinsvegar hafa verstu trúarbragðastríðin í raun verið milli fylgjenda mismunandi undirdeilda sömu trúarbragða. Það er líka mikill munur á að læra um, eða að læra að fara eftir. Mín skoðun skoðun er því sú að hætta aldrei sannleiksleitinni, og fara eftir orðum Konfúsíusar, um að gera öðrum ekki það sem við vijum ekki láta gera okkur sjálfum.

Sigurður Gunnarsson, 17.8.2009 kl. 22:14

11 identicon

Það er náttúrulega púra vitleysa að vera með svona í gangi.. það á að fræða krakka um helstu trrúarbrögð og tilurð þeirra.

Eins og þá staðreynd að guð biblíu er samsteypa af mörgum öðrum guðum.. fornmenn voru í bardaga um hver kæmi með bestu guðabókina.

Baldur blöndal opinberar að hann hefur ekki lesið biblíu, þar eru þvílíkar hryllingssögur af guðinum góða að það hálfa væri meira en nóg.

Svo verða menn að átta sig á því að Sússi kom ekki til að boða neitt nema ógnir að eilífu ef menn gerðu ekki eins og hann vildi.

Annars er þetta allt saman samansafn af skáldsögum sem enginn veit hver skrifaði, allt 100% lygar og hryllingsógnarsögur

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:30

12 identicon

Steinn,

    Það sorglegasta við þetta allt er að þú elur á fáfræði, og fordómum. Vitnar í einhverja Gallup könnun!, villt síðan að barist sé gegn því að kristinfræði sé kennd í skólum. Þú hefur margt fram að færa, og uppbyggilegt. 

Doctor E, 

    Bíddu nú við kannast við þetta nafn. Ja, hérna það er nú meira úthaldið á þér. Hvað ert þú eiginlega búinn að vera lengi agnúast út í allt og alla á netinu.

   Ef þú færð þetta út, sem þú segir um biblíuna, þá er það þitt mál! Ekki vera að reyna sannfæra aðra um þinn sjúka hugarheim!, það tekst samt ábyggileg, því að eins og best sést hér að ofan, þá eru margir veikir á svellinu. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:00

13 identicon

Þannig að samkvæmt þér Jóhannes eru þeir sem ekki vilja kristinfræði eða eru ekki trúaðir "veikir á svellinu"?

Það er aldeilis hrokinn í þér ef þú meinar að það sem þú trúir sé það eina rétta. Hver ert þú til að taka svoleiðis ákvarðanir fyrir mig og aðra í trúmálum?

Hvernig væri það ef að allir væru jafnir og það væru annað hvort ENGIN trúarbrögð í skólum eða öllum trúarbrögðum gert jafnt undir höfði og þá kenndir jafnir útdrættir í þessum "kristinfræðitímum" (finna annað nafn auðvitað!) til að FRÆÐA fólk en ekki stunda eitthvað trúboð.

Ég var btw alin upp á trúuðu heimili (fór mjög oft í kirkju, bað bænirnar á kvöldin og var í þessum kristinfræðitímum í grunnskóla) en ég hef hinsvegar valið fyrir sjálfa mig að vera efasemdarmanneskja og hef sagt mig úr þjóðkirkjunni af mörgum ástæðum.

Mér finnst að það eigi ekki að vera að pressa trú á fólk á ríkisstofnunum og vildi að þessum kristinfræðitímum hefði verið frekar varið í t.d meiri stærðfræði. Ég hef miklu meiri þörf á því í dag en ég hef nokkurntíman haft af þessum kristinfræðitímum í grunnskóla.

Iris (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:45

14 Smámynd: Baldur Blöndal

@ DoctorE

Ég veit vel um hvaða sjúku hluti er að finna í Biblíunni, en þú veist jafn vel og ég að enginn Kristinn Bandaríkjamaður myndi minnast á þá hluti þegar hann segir hvað Kristin trú kennir. Kristin trú fjallar samkvæmt þeim um gullnu regluna og boðorðin tíu.

Tvær reglur sem er erfitt að brjóta ekki þegar maður ræðst inn í land.

Baldur Blöndal, 18.8.2009 kl. 01:36

15 identicon

Það er sniðugt að tileinka einni skáldsögu heilan áfanga í grunnskóla. Þennan vetur er það biblían en þann næsta kannski eitthvað eftir Dan Brown. Stórsniðugt.

Bjarki (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:35

16 identicon

Segjum okkur úr þjóðkirkjunni og krefjumst aðskilnað ríkis og kirkju. Þar má spara 5 milljarða á ári.

Merkilegt hvað trúaðir virðast líta niður á hina sönn-frelsuðu (þ.e. þeirra sem er frjálsir og lausir við þessu yfirþyrmandi bulli sem trúarbrögð eru).

"If God is good he´s doing a lousy job".

Krissi (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:37

17 identicon

Krakkar þið getið sagt að ég sé með sjúkan hugarheim ef ég trúi ekki á geimgaldrakarlinn ykkar eða meinta bók hans...
Samt er allt sem ég sagði alger sannleikur... og svo er það nú einu sinni svo að þeir sem trúa á galdra og annað rugl eru einmitt þeir sem eru í sjúkum hugarheim
Gullnareglan og boðorðin 10... þú skalt ekki annan yfirmann hafa.. þú skalt ekki dýrka líkneski... <-- þetta eru mikilvægustu boðorðin hahaha
Og hvað svo... konur eru taldar upp með búpening og þrælum... golden rulez my ass.
Biblían er uppskálduð frá a-ö.. þeir sem sjá það ekki eru eins og fólkið sem trúir á pósta frá Nígeríu, jafn stúpid

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:59

18 identicon

Bjössi skrifaði:
En hvað er að því að kenna kristinfræði í skólum?
Ekkert. Svo lengi sem hún er kennd sem hluti af Íslandssögunni og áhrifum hennar á hana. Ef kenna á hreina kristinfræði þá er best að kenna hana í framhaldsskólum sem valfag þegar gagnrýnin hugsun hefur þroskast. Kristinfræði er merkingarlaus ef ekki er horft á hana gagnrýnum augum.

Ragnar (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:49

19 Smámynd: Mofi

Þar sem Biblían hefur haft gífurleg áhrif á sögu mannkyns og sérstaklega sögu Bandaríkjanna þá er það bara fáfræði að vita ekki eitthvað um hana og eiga skólar ekki að fræða nemendur?

Mofi, 18.8.2009 kl. 10:14

20 identicon

Akkúrat Mofi, það er fáfræði að vita ekki um það sem kristni snýst um... það er fáfræði að játa trú á eitthvað sem menn þekkja ekki, það er fáfræði að trúa á galdra og galdrakarla.

Skólar eiga að fræða börn um öll trúarbrögð og áhrif þeirra..

það skiptir máli að sýna að þau áhrif voru valdabarátta og fjöldamorð, útrýning þjóða og þjóðarbrota, mannréttindi troðin niður... það er blóð í hverju spori kristni.
Og svo sú staðreynd að biblían hefur zero sögulegt gildi, guð biblíu eru margir guðir settir saman í einn
Það skiptir máli að nefna þá staðreynd að ekkert gerðist í mannréttindamálum fyrri en völd kufla og kirkna voru brotin á bak aftur...
Ef við tökum áhrif þeirra hér.. galdrabrennur.. upptaka á jörðum og eignum...
Aðeins fáfræðin um biblíu hefur viðhaldið henni... það var jú bannað að gagnrýna biblíu og kristni á íslandi eins og í öðrum löndum.

Ef þú vilt ekki hafa stimpil fórnarlambs á þér, ekki hafa stimpil með að þú hafir fallið fyrir hlægilegasta trikki mannkynssögunnar... ekki borga ~100 kuflum ~6000 milljónir árlega.... þá verð þú og segir þig úr ríkiskirkju.. eða öðrum söfnuðum.... or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:24

21 identicon

P.S Takið eftir að ég er ekki að selja neitt.. trúaðir eins og Mofi eru að selja þér eitthvað.
Ég bið ykkur líka um að trúa mér ekki, flettið þessu öllu saman upp sjálf.... og verið heiðarleg við ykkur sjálf.... þið eruð að svíkja ykkur sjálf með að skrá ykkur í þetta bull og borga að auki

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:27

22 identicon

Biblían er bullshit og trúarbrögð eru krabbamein á samfélagið.

Óli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:33

23 identicon

Eitt er mjög kómískt. Dagur getur ekki rökstutt sitt mál öðru vísi heldur en að vitna í Jesú Krist !( Flísin og bjálkinn)

Börn þurfa að læra um Jesú Krist. Hans boðskapur er það besta veganesti á lífsins hálu braut.

Jón Gunnars (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband