13.8.2009 | 11:38
Atvinnuleysis-landflótta-og gjaldþrotahvetjandi
Ég er ekki hagfræðingur en mér sýnist að fyrir utan þau meintu jákvæðu áhrif sem þetta himinháa vaxtastig á að hafa, hvetji það til atvinnuleysis sem verður þegar fyrirtækin sem ekki standa undir vaxtagreiðslum fara á hausinn. Ný fyrirtæki verða ekki til því áhugasamir aðilar með góðar rekstrarhugmyndir hafa ekki efni á lánum með núverandi vöxtum. Það verður því ekki mikill hagvöxtur ef allur atvinnurekstur lognast smám saman útaf. Síðast en ekki síst stendur fólkið í landinu ekki undir þessu vaxtastigi og viðbúið að þeir sem það geta leiti nýrra tækifæra erlendis, og skilji skuldirnar eftir. En rétt er að nefna að millilandainnheimta er þung í vöfum og ekki margir kröfuhafar sem fara í hana nema eitthvað sérstakt beri til, og í mörgum löndum er bannað að gera einstaklinga gjaldþrota. Loks kemur unga menntaða fólkið ekki heim að loknu námi ef það sér enga framtíð hér.
Gengi krónunnar skýrir vaxtaákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.