21.7.2009 | 16:20
Afbrotahvetjandi sparnaður!!
Það liggur fyrir skv. tölum frá ríkislgrstjóra að eftir að kreppan hófst hefur afbrotum stórfjölgað, enda væntanlega jafnhart í ári hjá afbrotamönnum eins og öðrum. Fjölgun afbrota hefur eðlilega stórtjón í för með sér fyrir bæði einstaklinga og samfélagið, bæði eigna- og andlega, og aukna vinnu fyrir lögreglu. Fylgi þessu aukna álagi fækkun starfa og niðurskurður í vinnuframlagi þýðir það að ekki er hægt að sinna hverju máli eins fljótt og vel og æskilegt væri og brotamenn komast upp með "starfa" sinn lengur en ella. Það hlýtur að vera hægt að finna aðrar leiðir til sparnaðar en hjá lögreglunni, enda virðist hann fyrst og fremst bitna á almenningi. einnig að finna lausn á fangelsismálum svo hægt sé að stinga afbrotamönnum inn, því annars er hætta á að þeir haldi bara áfram í biðtímanum eftir "plássi".
Bágborin staða lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 624
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.