12.5.2010 | 16:58
Skal ekki með lögum land byggja ?
Ekki er hleypt inn á skemmtanir nema eins og sæti leyfa, eiga dómssalir að vera öðruvísi? Varðandi málið sjálft finnst mér erfitt að skilja afhverju menn eru svo ósáttir við að fólk sem virðist hafa reynt að taka lögin í eigin hendur, skuli nú sitja fyrir dómi, sem NB á eftir að dæma. Hélt að við Íslendingar hefðum fengið nóg af "sjálftökuréttlæti" eftir sturlungaöld, allavega komst aldrei á arfgengið lénsveldi eins og annarsstaðar í Evrópu þó vissulega hafi auður og ætt ráðið miklu, þá fæddust menn ekki til td sýslumannsstarfs. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.
Mikill mannfjöldi í héraðsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varla á það orðatiltæki við í dag frekar en á Sturlungaöld. Gleymt er það sem gleypt er og áfram steymir endalaust sagði skáldið. Við mættum alveg taka í notkunn á ný Drekkingarhyl þar sem drekkt yrði örverpum íslenskrar hagstjórnar á sama hátt og nornum liðinna alda.
Jakob Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:34
Já, dómssalir eiga að vera öðruvísi! Skemmtanir eru á vegum einkaaðila, dómsalir eiga samkvæmt lögum að vera opnir þeim sem fylgjast vilja með. Ef að dómarinn og dómsverðir eru svona meðvitaðir um að mikið af fólki á eftir að mæta, hvernig væri að flytja réttarhöldin í stærra húsnæði í stað þess að beita valdníðslu og handtökum til að koma í veg fyrir að fólk fylgist með því sem það á að geta.
Hið sama gildir um Alþingi, sem er opið hús. Fólkinu var meinað aðgöngu þarna um veturinn og til átaka kom sem voru upprunnin hjá þingvörðunum sjálfum, ekki mótmælendunum sem höfðu eingöngu í frammi hróp og köll.
Sigrún (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:02
Ps. lögin sem þú heiðrar svo segja sumsé að dóms- og þingsalir skuli vera opnir...
Sigrún (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.