Pólitískur skrípaleikur

Finnst þessar meintu launalækkanir vera sýndarleikur, og felast f. og fr. í að skipta laununum í tvennt, þ.e. dagvinnulaun og fasta yfirvinnu (einingar), í stað þess að greiða mönnunum bara fasta upphæð í einu lagi fyrir að sinna starfi sínu. Tek fram að veit ekki hvort um er að ræða einhverja raunverulega lækkun. Vann eitt sinn í akkorði við að landa úr togurum og þá fengum við fasta upphæð fyrir löndunarmagnið hvort sem við vorum klukkutímunum lengur eða skemur að landa. Sama á að sjálfsögðu að gilda um ríkisforstjóra, það liggur fyrir hvaða verkefni þeir hafa og þau geta verið misjöfn eftir tímabilum, og þetta er því pólitískur skrípaleikur til að geta sagt að þeir hafi lægri "föst" laun en Jóhanna, þegar reyndin er allt önnur þegar horft er til fastra heildarlauna.

Tek fram að ég er ekkert að spá í réttmæti launa hvers og eins þ.m.t. Jóhönnu.


mbl.is Laun 22 forstjóra lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er fíflagangur og ekkert annað. Að þeir skuli bjóða okkur, skynsömu fólki, upp á svona hráskinnsleik.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband