10.2.2010 | 18:09
Læknamistök?
Kristín á samúð mína alla, enda hef ég lent í því að fá gat á magann vegna bakteríusýkingar, þannig að magainnihald með saltsýru og öðru flæddi út. Sá sársauki hefur þó væntanlega verið minni. Mér var þó allavega hægt að halda á morfíni fyrir skurð og svæfingu sem væntanlega má ekki þegar börn eiga í hlut. Leyfi mér að geyma skoðun á fréttinni, því verið geta læknisfræðilegar ástæður fyrir lítilli deyfingu sem ekki koma fram í fréttinni, enda aðstæður alltaf viðkvæmar þegar fæðingar eiga í hlut, og hugsanlega eitthvað þannig sem lá að baki. Ef ekki sting ég uppá amerísku leiðinni.
Þetta var ekkert smá sárt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Gunnarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún verður að kæra þetta. Læknamistök.
Og að læknirinn hafi ekki hætt að skera þegar manneskjan öskraði af öllum sálarkröftum. Hún hefði varla átt að finna fyrir þessu ef deyfingin hefði verið rétt.
Hún á að leita réttar síns í þessu, ekki spurning.
ThoR-E, 10.2.2010 kl. 18:44
Ég veit svo sem til að þetta hafi komið fyrir á Lansanum, þar sem ég sat inni og horfði á þegar þetta var gert við konuna mína.
Það leið langur tími þangað til að ég minntist á að eignast fleiri börn.
Reyndar héldu margir að þau yrðu ekkert fleiri.
ég (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:49
Kæra, ekki spurning, fáránlegt klúður sem á ekki að láta þá komast upp með. Fáránlegt einnig fálætið hjá sjúkrahúsinu eftir físakóið.
SeeingRed, 10.2.2010 kl. 19:37
Lífið gerist nú bara stundum, óhugnanlegt að skynja þetta rosalega læknahatur sem blossar alltaf upp í tilefni af svona fréttum. Ætla bara að benda á að þetta er einhliða frásögn.
Arngrímur (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:02
Hefði ekki viljað lenda í þessu, hef einu sinni vaknað í móðurlífsaðgerð, en fann ekki sársauka, það sat þó í mér lengi. Skil ekki að þetta hafi geta gerst, sérstaklega þar sem konan öskraði svona mikið.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 21:13
Það er ekki læknahatur Arngrímur að ræða alvarleg mistök lækna, hefur gengið ansi erfiðlega oft að fá lækna til að viðurkenna sín stundum afara alvarlegu mistök og ekki fyrir hvern sem er að stand í þeim slag að fá leiðréttingu sinna mála...að svo miklu leiti sem það er hægt, afleiðingar alvarlegra læknamistaka eru oft óafturkræf og geta kostað miklar þjáningar og skert lífsgæði verulega, tala nú ekki um ef eyða þarf mikilli orku í að sækja sinn rétt. Alltof mörg dæmi um slíkt. Einhliða frásögn? Hefur þú einhverja ástæðu til að rengja konugreyið? Ekki var áhuginn heldur mikill hjá sjúkrahúsinu þegar eiginmaðurinn hafði samband...eru sennilega að vona að þau gleymi þessari skelfilgu lífsreynslu og geri ekkert með þetta frekar.
SeeingRed, 10.2.2010 kl. 23:34
Arngrímur er ekki með leg og þarf ekki að láta skera úr sér börn með keisaraskurði....hehe! Mjög óhugnarlegt, greyis konan.
Nanna (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 23:40
Ég tek undir með Arngrími, það er óþarfi að leggja fæð á alla læknastéttina vegna mistaka af þessu tagi, en ég skil Kristínu samt, svona lífsreynsla borar sig örugglega mjög djúpt í sál þess sem fyrir verður. Vonandi nær hún að vinna sig út úr sálarhörmungunum og sér þá kannski að það er of mikið að ætla ÖLLUM læknum á ÖLLUM sjúkrahúsum að vera svona skelfilegir skussar. En af frásögn Kristínar að dæma er þó alveg ástæða til að forðast þetta sjúkrahús í heild sinni. Þau hjónin eiga að sjálfsögðu að kæra atvikið og ekki síður fálætið í framhaldinu.
núll (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 01:29
Ef við gefum okkur að líf barnsins hafi legið við?
Ef læknirinn stóð frammi fyrir þeirri spurningu að stöðva aðgerðina og eiga á hættu að barnið lifði ekki af eða skera öskrandi konuna og bæði móðir og barn lifðu, hver væri rétt ákvörðun?
Gunnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:10
Og hver var að leggja fæð á alla læknastéttina?
Nanna (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:44
Ég hef upplifað á eigin skokki svipaða lífsreynslu, ég segi svipaða því það var ekki eins svakalegt eins og hún lýsir, en meira en 20 árum seinna man ég sársaukann eins vel og þetta hefði gerst í gær, og hlátursgasið hafði ekki mikil deyfingaráhrif, læknar á Landspítalanum höfðu þó manndóm í sér til að gefa mér morfín þegar ég veinaði og grét sem hæst, það er sammerkt í okkar aðstæðum að það var mikið að gera á fæðingardeildinni þennan dag, en réttlætir ekki svona meðferð. Mig grunar að karlar eins og Arngrímur myndu ekki vera eins umburðarlindir ef ætti t.d að gera að opnu beinbroti þeirra án deyfingar.
Gudrun (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 11:16
Ég hef ekki lagt fægð á lækna. Þótt ég hef lent í þessu í sep.1982, þar var mér tjáð að það væri ekki hægt að svæfa mig þar sem ég væri búin að fá fullan skammt af deyfilyfi og tvíburarni mínir myndu ekki þola það, þetta var föstudagur og ekki hægt að fresta keisaranum þar sem ég var komin á tíma og þær væru flæktar inn í leginu og myndu ekki lifa af fæðingu, en í kjölfarið var ég svæfð þegar þær voru komnar út og þá voru verstu læknamistökin, þar sem þá er troðið slöngu í hálsinn og þótt það séu komin 27 þá fæ ég enn krampa í vélindað ef ég passa mig ekki þegar ég er að borða. Hef farið til læknis út af því en þeir vilja ekki viðurkenna að þetta eigi við rök að stiðjast og þar við situr.
Rósa (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 11:38
Auðvitað á að kæra og sækja skaðabætur í svona málum, það eitt er ekki síst til að koma kannski í veg fyrir eða draga úr að svona lagað geti gerst í nútímalæknavísindum. Mér finnst þessi kona vera alveg ótrúleg hetja svo ekki sé minnst á róleg yfir þessu miðað við sína skelfilegu lífsreynslu.
Guðrún (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 11:47
Það að fá miskabætur eða að einhver verði rekinn lagar ekki neitt, þetta er búið og gert.
Hins vegar er það miklu meira virði þegar allir læknar sem koma að svona löguðu koma og biðjast margfalt afsökunar. Þeir hafa þá líka örugglega lært af mistökunum.
Annars finnst mér nú helsti boðskapur fréttarinnar vera sá að undir engum kringumstæðum eigi að fara í keisara þegar nauðsyn krefst þess ekki.
eg (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 11:55
Óbilgirni er alvarleg meinsemd í (annars ágætu) norsku þjóðfélagi. Það skýrir viðbrögð starfsfólks eftir aðgerðina.
Viðbrögð sem gerast í bananalýðveldum eða Noregi.
Það þarf þar að auki mikla hörku til að sækja mál gegn hverju því sem heitir yfirvald þar.
ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:07
mig langar að segja við "eg" að keisari er ekki framkvæmdur nema nauðsyn krefjist. Það er nú einu sinni þannig að ef kona hefur tvisvar sinnum þurft á svoleiðis aðgerð að halda þá má hún ekki fæða eðlilega eftir það. Vefurinn í leginu og maganum er saumaður að innan eftir aðgerð og grær en er talinn of viðkvæmur við átök eins og eru við fæðingar. Hann getur rifnað upp og það er mjööög hættulegt!
una (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.