Færsluflokkur: Bloggar

Landflóttahvati

Ég hélt að það væri margsannað og viðurkennt af hagfræðingum, að ef skattar verða of háir virkar það vinnuletjandi, og þar með verða heildarskattar landsmanna lægri. Einnig hygg ég að þetta ýti enn frekar á þá sem það geta, að sækja til útlanda í atvinnuleit.  
mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valminni!!!

Rannsóknir hafa sýnt að minni fólks er ansi brigðult á ýmislegt, og algengt að minnið fegri hlut fólks í atburðum sem það hefur komið nálægt. Þetta er td. áberandi hjá mörgum Íslendingum sem voru í valdastöðum áður en hrunið skall á, að þeir minnast þess ekki að hafa komið þar nálægt, eða haft nokkur áhrif þar á. Einhvern veginn er það svo að menn muna yfirleitt hlutina eins og þeim finnst koma sér best, burtséð frá því hvað raunverulega gerðist, og heitir þetta valminni. Frakklandsforseta er því vorkunn þó að hann vilji muna fall múrsins þannig að hann hafi tekið beinan þátt í því. 
mbl.is Er minni Sarkozy skeikult?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið bezta mál.

Þetta er ánægjuleg frétt, og gott að sjá að trúarlegar kreddur eru mjög á undanhaldi, allavega í hinum kristna heimi. Kynhneigð fólks og kynlífslanganir eiga enda engu að skipta utan einkalífsveggja hvers og eins, svo lengi sem hinn aðilinn/arnir er fullráða og samþykkur. Verst  er að "hreintrúarfólk" af flestum trúarbrögðum er þessu ósamþykkt og refsar harðlega fyrir það sem telst ekki þóknanleg kynhegðun að þeirra mati. Ég viðurkenni fúslega að ég hneigist til kvenna eins og meirihluti míns kyns, og á erfitt með að skilja hneigð til sama kyns, en virði rétt allra til þeirrar hamingjuleitar sem þeir kjósa svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum. Bendi loks á forsætisráðherra vorn, allavega einn yfirlögregluþjón, og einhverja presta sem samkynhneigt fólk, þar sem ég get engan veginn séð að kynhneigðin komi niður á leik eða starfi, og sjálfur hef ég getað umgengist og starfað með  samkynhneigðu fólki án þess að kynhneigðin trufli, enda er það ekki fyrsta spurningin til einhvers sem maður kynnist, hvort kynið hann/hún girnist. 
mbl.is Lesbía vígð biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trabantþrá

Þegar ég keypti minn fyrsta bíl fyrir alltof mörgum árum fyrir sumarhýruna af sjónum, stóð valið milli tveggja þýskra bíla, þ.e., nýr Trabant eða notaður Opel Olympia. Ég hallaðist frekar að Trabbanum, en vinir og fjölskylda beittu mig miklum þrýstingi í hina áttina, því Trabant var að þeirra áliti það hallærislegasta af öllu hallærislegu. Fór svo að ég lét undan, enda á þeim aldri að vilja ekki vera hallærislegur í augum vinanna, og því síður hins kynsins. Opelinn var svo sem ágætur en endaði æfina eftir 1 ár rúmt. Ég hef hinsvegar alla tíð séð eftir þessari ákvörðun og myndi ekki hika við að kaupa Trabba í dag ef þeir væru í boði.   
mbl.is Kommunistavörur aftur í tísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lesið Hávamál.

Man ekki tilvitnunina orðrétt, en þar kemur einhversstaðar fram að eigi skuli ljúga nema í stríði eða ástum. Norrænir menn voru (og eru langflestir) hinsvegar ekki þjakaðir af trúarlegum hugmyndum um hreinlífi fyrir hjónaband.
mbl.is Bónorð réttlæti ekki kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira álag en minna fjármagn.

Venjulega þegar gerðar eru sparnaðarkröfur til ríkisstofnana er ætlast til þess að þær hagræði með niðurskurði í mannafla og starfssemi, og jafnframt reiknað með minni þjónustu en verið hafði. Hjá ákæru/dómsvaldi virðist hinsvegar að þær stofnanir eigi að spara, en jafnframt sinna stórauknum málafjölda, og þar af mjög flóknum málum í sambandi við "útrásarvíkingana", og allt á sama málsmeðferðarhraða og áður. Hvernig gengur þetta upp? 
mbl.is Ljósritað úti í bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Ég sé ekki hvaða máli kynhneigð fólks á að skipta máli í stjórnmálum, eða annarsstaðar. Finnst þetta því vera hálfgerð "ekki frétt". Persónulega  hef ég allavega getað umgengist konur í starfi, þó ég girnist þær sumar utan starfs. 
mbl.is Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peeping Tom

Verð að játa uppá sjálfan mig að stundum fer ég úr bóli án þess að hugsa um  hver er fyrir utan.
mbl.is Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn heimilisiðnaður!!

Verð á áfengi er sennilega komið yfir þolmörk, þannig að fólk er farið að framleiða sinn vökva sjálft, enda ekki flókið ferli. Þá hygg ég að smygl aukist einnig með þessu verðlagi.
mbl.is Sala á áfengi minnkar um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blæjur og búrkur.

Ef einhver múslimi les þetta gæti hann kannski gefið skýringu á þessa ofuráherslu á að konur hylji sig í návist karla. Tæplega er það vegna þess að múslimskir karlmenn séu með svo miklu minni stjórn á kynlöngun (greddu) sinni, en aðrir karlmenn í heiminum, að þeir hafi ekki á sér stjórn ef þeir sjá í konuhold. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Egyptalandi og Kanada er þessi kvennahulning ekki skv. Kóraninum eftir áliti múslimskra fræðimanna þar. Ég hef heyrt þá alþýðuskýringu að þetta sé ættað frá mæðrum, og notað af þeim til að koma út dætrum sem ekki þóttu nógu álitlegar, en þykir hún ekki fullnægjandi enda útlit múslimskra kvenna eins fjölbreytt og annarra. Spyr því fróðleiksfús maður sem hefur ekkert á móti venjulegum múslimum og ber fulla virðingu fyrir trú þeirra, enda hryðjuverk sumra í nafni trúar í fullkominni andstöðu við það sem ég veit um Islam, hversvegna er þessi mikla áhersla lögð á að konur hylji sig?.
mbl.is Uppnám vegna blæjulausrar fegurðardrottningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband