Góðar fréttir

Þó ég þykist vera trúaður, hef ég aldrei haft trú á, að þröngva minni trú upp á aðra. Gott að kaninn snýr sér að upprunanum og leyfir fólki að trúa eins og því finnst réttast, án dulinna skilaboða annarsstaðar frá.
mbl.is Biblíutilvitnanir fjarlægðar af byssusjónaukum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að þröngva ekki trúna á aðra, það mættu fleiri taka þér til fyrirmyndar.

Trúlaus (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:40

2 identicon

Ég leyfi mér að efast um að nokkur hafi verið þvingaður til þess að taka upp kristna trú þó það séu einhverjar merkingar á byssunum fyrir aftan vörunúmerið.

Þó finnst mér það ekki alveg passa að ætla að boða trú með merkingum á drápstæki... það er eitthvað voðalega bandarískt við það.

En Sigurður, það síðasta sem Jesús sagði áður en hann steig upp til himna var: "Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum."

Það þýðir samt ekki að það eigi að þröngva trú upp á einhvern, heldur deila með fólki vitnisburðinum um kærleika og gæsku Guðs, um það sem Guð hefur gert í þínu lífi.

Það að fá að kynnast Jesú Kristi er það besta sem hefur gerst fyrir mig í þessu lífi, það væri bara óeðlilegt ef ég myndi ekki segja vinum og kunningjum frá því besta.

Annað frábært sem gerðist fyrir mig var að ég kynntist konunni minni.  Það væri nú ekki merki um mikinn kærleika ef ég myndi ekki segja fólki frá konunni minni.  Ég segi fólki iðulega frá því þegar konan mín gerir eitthvað fyrir mig.  Það sama finnst mér eðlilegt að gera þegar Guð gerir eitthvað fyrir mig.

Einu sinni sá ég auglýsingu um ódýr prenthylki.  Ég vissi að fjölskyldan mín keypti oft dýr prenthylki, þannig að ég sendi þeim tölvupóst um þessi ódýru prenthylki.  Enda vissi ég að það væri mikið betra fyrir þau að kaupa ódýrt.  Þau gátu svo alveg metið það hvort þau vildu kaupa þessi ódýru eða þessi dýru.  Ég var ekkert að þröngva trúnni um að það væri betra að kaupa ódýru hylkin á þau.  En auðvitað sagði ég þeim frá þessum kostakjörum.

Sama með Jesú.  Ég verð að segja mínu fólki frá því að Jesús sé reiðubúinn að fyrirgefa syndir, hann hafi komið í heiminn til þess að deyja fyrir okkur og hreinsa okkur af syndum.  Það er svo þeirra að taka ákvörðun um hvort þau vilji fylgja Jesú eða ekki.  Ég þröngva trúnni ekki upp á þau (enda held ég að það sé ekki hægt nema í verulega afbrigðilegum kringumstæðum), en ég segi þeim auðvitað frá.

Guð er góður!

Andri (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Spáðu í ef þú hefðir fæðst annars staðar í heiminum Andri.  Þá værirðu ansi líklega alveg jafn sannfærður um eitthvað allt annað.  En trú er trú svo lengi sem það er hægt að drepa og dæma í hennar nafni, og allar trúr eiga skilið jafna virðingu fyrir þá yndislegu atburði sem þær hafa fært mannkyninu.  Án trúarinnar yrði bara stöðnun í andlegri þróun mannkyns, ekki satt?  Svo er þetta líka voða hentugt þegar einhver deyr og við tæklum það illa.  En þessi trú þín Andri, um Jesús og hans sögur, þykja nú móðins þessi árþúsundin svo það er um að gera að fljóta bara með þeim straumi.  Hallelúja!

Haukur Sigurðsson, 22.1.2010 kl. 23:13

4 identicon

,,Ég leyfi mér að efast um að nokkur hafi verið þvingaður til þess að taka upp kristna trú'' ......(Andri)

Þegar barn fæðist er það umsvifalaust skráð í trúfélag móðurinnar.... og fær trúfélagið greitt frá ríkinu í samræmi við meðlimafjölda þess?????'.......Um leið og klippt er á naflastrenginn fer gjaldmælir í gang......????

Þar sérðu að trú er þvinguð upp á alla..... 

og það sem þú kallar að deila með fólki vitnisburðinum um kærleika og gæsku Guðs, um það sem Guð hefur gert í þínu lífi.?........ og að Jesús sé reiðubúinn að fyrirgefa syndir, hann hafi komið í heiminn til þess að deyja fyrir okkur og hreinsa okkur af syndum. ................................ þetta segið þið auðtrúa börnum sem eru meira að segja svo auðtrúa að þau trúir á jólasveina ,

hvernig væri nú fyrir trúfélöginn að bíða með trúboð þar til að einstaklingurinn verður sjálfráða???....... Og ef guð er raunverulegur, af hverju sér hann ekki um trúboðin sjálfur.???... 

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:17

5 identicon

Rólegur á að vera bitur Haukur. Algjör óþarfi að vera með hroka þó að Andri hafi fundið ánægju en þú ekki.

Annars er það fínt fyrir þig að þú virðist vera svona viss um að trúleysi sé rétta hugmyndafræðin.

Kjartan (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:21

6 identicon

Enginn verið þvingaður til að taka upp kristna trú... hahahahaha sumir eru vel heilaþvegnir af trú sinni :D

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 15:08

7 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Kjartan.  Einhverjar yfirlýsingar um hamingju mína eða skort á henni, eru nú bara úr lausu lofti gripnar hjá þér og í þessu tilfelli alrangar.  Ef að þetta hljómaði sem hroki þá er það kannski afleiðing þess að ég hef einmitt þurft að þola mikla "uppáþröngvun" ef þannig má að orði komast.  Var m.a. ungliðameðlimur innan kirkjunnar á Íslandi og er nú sökum tilviljana búsettur á svæði þar sem kristin trú er gríðarlega útbreidd.  Það er kannski þess vegna sem ég er svolítið búinn að fá nóg og fer kannski í einhvern árásargír sem ég mætti alveg sleppa.  Biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern og biturleika ætlaði ég ekki að varpa frá mér þar sem lítið finnst í mér af slíku.

Góðar stundir.

Haukur Sigurðsson, 23.1.2010 kl. 19:12

8 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Ég tók ekkert fram hverrar trúar ég væri. Hinsvegar ákváðu Íslendingar að gerast kristnir af viðskiptahagsmunum á sínum tíma, en máttu blóta í laumi. Er svo ekki enn?

Sigurður Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 00:56

9 identicon

Andri

Ég veit nú ekki betur en að kristinni trú hafi verið þvingað á fólk á Íslandi og víðar fyrir þúsund og tíu árum. Ef þú vildir ekki vera kristinnar trúar varstu pyntaður og svo drepin.

Þetta er ekki falleg byrjun hjá honum vini þínum.

Sandra (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 11:53

10 identicon

Vandamálið er að ÖfgaMúslimar Trúa því að þeir eru stíði við ÖfgaKristna og þetta rennir sterkum stoðum undir þá trú.....

http://www.youtube.com/watch?v=CZZWgkQwXuo

Þessit fréttaskýring skýrir það mjög vel.

Alma (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Gunnarsson

Höfundur

Sigurður Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson

Lögfræðingur á suðurlandi í atvinnuleit

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 470

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband